Ísland og markmið SÞ um sjálfbæra þróun Þór Ásgeirsson skrifar 4. september 2015 07:00 Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í haust verða ný þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna samþykkt af Allsherjarþinginu og munu þau leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem tóku gildi árið 2000. Nýju markmiðin fjalla um sjálfbæra þróun (sustainable development goals) og eiga að leiðbeina íbúum jarðar næstu fimmtán árin. Aðalmarkmiðin eru sautján að tölu og er fjöldi undirmarkmiða og viðmiðunargilda sem fylgir hverju þeirra. Fyrstu fjögur markmiðin eru um fátækt, hungur, heilsu og menntun, en 14. markmiðið fjallar um verndun og sjálfbæra nýtingu á auðlindum sjávar. „Sjálfbærnimarkmið 14: Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun“. Þetta 14. markmið snertir okkur Íslendinga sérstaklega þar sem hagsmunir okkar liggja í nýtingu sjávarauðlinda. Tilkoma þessa markmiðs endurspeglar stöðu auðlinda sjávar í dag en talið er að um 70-80% rannsakaðra fiskistofna í heiminum séu annaðhvort ofnýtt eða að fullu nýtt. Ljóst er því að veiðar úr sjó verða ekki auknar að neinu marki í framtíðinni, þrátt fyrir að fjöldi jarðarbúa eigi eftir að aukast verulega á næstu áratugum. Hvað er til ráða? Eins og staðan er í dag þá sjá menn að eina leiðin til að auka framboð á sjávarafurðum (fyrst og fremst fiski) er að efla fiskeldið í heiminum. Þessu til viðbótar hafa vísindamenn skoðað betri nýtingu á fiskafurðum, ekki bara til að auka fæðuframboð og gæði matar, heldur eru fiskafurðir einnig nýttar í lyfjaiðnaði og öðrum matvælaiðnaði. Til að minnka ofveiði og auka nýtingu á auðlindum sjávar þurfa þjóðir heims að stjórna veiðum og vinnslu mun betur en nú er gert. Þar geta Íslendingar svo sannarlega miðlað af reynslu sinni. Íslendingum hefur ekki einungis tekist að snúa við ofveiði og offjárfestingu í sjávarútvegi og byggt upp fiskistofna hér við land svo eftir er tekið í heiminum, heldur eru Íslendingar í fararbroddi er kemur að nýtingu þess afla sem veiddur er úr sjó. Sjávarútvegur er flókin atvinnugrein þar sem fara saman líffræðileg, hagræn og félagsleg gildi og má því segja að ef þjóðum heims tekst að ná 14. markmiði hinna nýju markmiða SÞ um sjálfbæra þróun muni það hafa veruleg áhrif á leið okkar til að ná hinum 16 markmiðunum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun