Setur á sig fótinn og hundurinn tryllist Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2015 11:42 Gísli Marteinn Baldursson dáist hér að hinum nýja fæti, ásamt Guðmundi og Kristleifi. Mynd/Advania „Í sannleika sagt þá fékk ég tár í augun. Ég hljóp um allt og faðmaði fólk. Ég grét af gleði,“ segir Guðmundur Ólafsson um augnablikið þegar hann prófaði í fyrsta sinn nýjan gervifót sem hann hefur hefur unnið að með stoðtækjafyrirtækinu Össuri í rúman áratug. Tæknin á bakvið stoðtækið er sögð byltingarkennd en hún gerir notandanum kleift að hreyfa fótinn með hugsunum einum saman. Guðmundur Ólafsson lét fjarlægja hægri fót sinn fyrir neðan hné í upphafi aldarinnar. „Ég bjó við stanslausan sársauka í 28 ár,“ segir Guðmundur sem var gestur á Haustráðstefnu Advania í morgun þar sem hann, ásamt Kristleifi Kristjánssyni frá Össuri, greindi frá hinum nýja gervifæti. Fyrstu árin eftir aflimunina reiddi Guðmundur sig á Proprio-fót frá Össuri, rafdrifið stoðtæki sem aðlagaði sig að undirlaginu hverju sinni. Ólíkt fætinum sem kynntur var á ráðstefnunni í dag keyrði sá fótur á sjálfstýringu án mikillar aðkomu notandans.Hundurinn hans Guðmundar veit að gönguferð er á döfinni þegar hann setur fótinn á sig #Advania pic.twitter.com/cj0qy9hSOY— Einstein.is (@EinsteinIS) September 4, 2015 Byltingarkennd tækni Rúmlega eitt og hálft ár er síðan Guðmundur uppfærði fótinn. Nú, eftir að skynjari var græddur í fótlegg Guðmundar, getur hann í raun „sagt“ gervifætinum til verka – með heilabylgjunum einum saman. „Þetta er hálf furðulegt því það var ég sem hélt um stjórntaumana, en ekki fóturinn,“ sagði Guðmundur í Hörpu í dag um þegar hann lýsti því hvernig það hafi verið að setja á sig gervifótinn í fyrsta skiptið. Og tilfinningarnar voru ekki langt undan, rétt eins og ummælin hér í upphafi fréttar gefa til kynna. Kristleifur Kristjánsson, sem er lækningalegur framkvæmdastjóri hjá stoðtækaframleiðandanum, tjáði gestum að hér væri um að ræða fyrsta gerviliminn fyrir neðri hluta líkamans sem hægt er að stýra með heilavirkni. Fyrri stoðtæki með slíka virkni hafa til þess einungis verið til boða fyrir efri hluta líkamans, svo sem hendur og fingur, og því er raunverulega um byltingu í framleiðslu gervilima að ræða. Ekki einungis gerir fóturinn notandanum kleift að hagræða ökklanum eftir því hvert undirlagið er hverju sinni, hvort sem ferðinni er heitið upp stiga eða niður brekku, heldur mun hann í fyllingu tímans geta numið áferð undirlagsins. Þannig mun notandinn „finna“ fyrir undirlaginu, rétt eins og á við um il mannslíkamans.Fætur fyrir hvert tilefni Eftir langt og farsælt samstarf við Össur á Guðmundur nú feiknarstórt stoðtækjasafn , fimmtán gervifætur í það heila, sem hver hefur sitt afmarkaða hlutverk. Þannig getur hann skipt um stoðfót eftir því hver dagskráin er hverju sinni. „Ég á hlaupafót, sundfót, göngufót og ég á jafnvel sérstakan gormafót sem frábær til að hoppa á,“ sagði Guðmundur í dag og bætti við að heimilislíf sitt hefði svo sannarlega ekki farið varhluta af tíðum fótaskiptum. „Þegar ég set á mig fótinn, þá veit hundurinn að við erum að fara út að ganga.“ Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
„Í sannleika sagt þá fékk ég tár í augun. Ég hljóp um allt og faðmaði fólk. Ég grét af gleði,“ segir Guðmundur Ólafsson um augnablikið þegar hann prófaði í fyrsta sinn nýjan gervifót sem hann hefur hefur unnið að með stoðtækjafyrirtækinu Össuri í rúman áratug. Tæknin á bakvið stoðtækið er sögð byltingarkennd en hún gerir notandanum kleift að hreyfa fótinn með hugsunum einum saman. Guðmundur Ólafsson lét fjarlægja hægri fót sinn fyrir neðan hné í upphafi aldarinnar. „Ég bjó við stanslausan sársauka í 28 ár,“ segir Guðmundur sem var gestur á Haustráðstefnu Advania í morgun þar sem hann, ásamt Kristleifi Kristjánssyni frá Össuri, greindi frá hinum nýja gervifæti. Fyrstu árin eftir aflimunina reiddi Guðmundur sig á Proprio-fót frá Össuri, rafdrifið stoðtæki sem aðlagaði sig að undirlaginu hverju sinni. Ólíkt fætinum sem kynntur var á ráðstefnunni í dag keyrði sá fótur á sjálfstýringu án mikillar aðkomu notandans.Hundurinn hans Guðmundar veit að gönguferð er á döfinni þegar hann setur fótinn á sig #Advania pic.twitter.com/cj0qy9hSOY— Einstein.is (@EinsteinIS) September 4, 2015 Byltingarkennd tækni Rúmlega eitt og hálft ár er síðan Guðmundur uppfærði fótinn. Nú, eftir að skynjari var græddur í fótlegg Guðmundar, getur hann í raun „sagt“ gervifætinum til verka – með heilabylgjunum einum saman. „Þetta er hálf furðulegt því það var ég sem hélt um stjórntaumana, en ekki fóturinn,“ sagði Guðmundur í Hörpu í dag um þegar hann lýsti því hvernig það hafi verið að setja á sig gervifótinn í fyrsta skiptið. Og tilfinningarnar voru ekki langt undan, rétt eins og ummælin hér í upphafi fréttar gefa til kynna. Kristleifur Kristjánsson, sem er lækningalegur framkvæmdastjóri hjá stoðtækaframleiðandanum, tjáði gestum að hér væri um að ræða fyrsta gerviliminn fyrir neðri hluta líkamans sem hægt er að stýra með heilavirkni. Fyrri stoðtæki með slíka virkni hafa til þess einungis verið til boða fyrir efri hluta líkamans, svo sem hendur og fingur, og því er raunverulega um byltingu í framleiðslu gervilima að ræða. Ekki einungis gerir fóturinn notandanum kleift að hagræða ökklanum eftir því hvert undirlagið er hverju sinni, hvort sem ferðinni er heitið upp stiga eða niður brekku, heldur mun hann í fyllingu tímans geta numið áferð undirlagsins. Þannig mun notandinn „finna“ fyrir undirlaginu, rétt eins og á við um il mannslíkamans.Fætur fyrir hvert tilefni Eftir langt og farsælt samstarf við Össur á Guðmundur nú feiknarstórt stoðtækjasafn , fimmtán gervifætur í það heila, sem hver hefur sitt afmarkaða hlutverk. Þannig getur hann skipt um stoðfót eftir því hver dagskráin er hverju sinni. „Ég á hlaupafót, sundfót, göngufót og ég á jafnvel sérstakan gormafót sem frábær til að hoppa á,“ sagði Guðmundur í dag og bætti við að heimilislíf sitt hefði svo sannarlega ekki farið varhluta af tíðum fótaskiptum. „Þegar ég set á mig fótinn, þá veit hundurinn að við erum að fara út að ganga.“
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent