Kírópraktor opnar myndlistarsýningu Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 7. janúar 2015 12:00 Guðmundur Birkir Pálmason Vísir/Ernir „Það var eiginlega bróðir minn, Hlynur Pálmason, listamaður og leikstjóri, sem ýtti mér út í það að mála,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands, sem opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á Íslandi í Anarkíu galleríi í Kópavogi á föstudag. Guðmundur, sem lærði kírópraktorsfagið í Svíþjóð, byrjaði að mála þegar hann var enn í námi. „Ég er alveg ólærður í þessu og þetta gerðist eignlega alveg óvart. Smám saman fór ég að prófa mig áfram við að mála, sem endaði með því að ég hélt sýningu í Svíþjóð,“ segir hann, en á sýningunni úti seldust öll verkin hans. „Það gaf mér aukið sjálfstraust og kraft til að halda áfram og prófa að mála meira,“ segir Guðmundur. Verkin hans eru abstrakt og segist hann nota alls kyns efni í þau. „Ég nota margs konar efni til að fá ákveðinn strúktúr og vídd í verkin. Svo nota ég olíuliti, akrýl, skipamálningu og bara hvað sem kallar á mig þá stundina,“ segir hann. Á sýningunni verða hátt í tuttugu myndir eftir hann. Flestar þeirra eru í stærri kantinum, en Guðmundur segist vera mislengi að klára hvert verk. „Það fer svolítið eftir myndinni. Stundum get ég endalaust verið að vinna í henni og bætt við, svo eru aðrar sem klárast strax.“ Guðmundi er svo sannarlega margt til lista lagt. Það er ekki nóg með að hann sé kírópraktor í fullu starfi og máli myndir, heldur dundar hann sér einnig við að hanna skartgripi, sem Unnur Óladóttir smíðar fyrir hann, heldur úti matarbloggi og skipuleggur æfingaferðir til Svíþjóðar. Það lá því beinast við að spyrja hann hvort hann hafi fleiri klukkustundir í sólarhringnum en við hin.„Nei, það er nú ekki þannig, ég held að það sé frekar að ég sé ofvirkur,“ segir hann og hlær. „Þetta spilar allt vel saman, mér finnst gaman þegar það er margt í gangi og verð hálf eirðarlaus ef það er ekki of mikið að gera hjá mér. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar um verk Guðmundar er að finna á heimasíðu hans www.norrart.com. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira
„Það var eiginlega bróðir minn, Hlynur Pálmason, listamaður og leikstjóri, sem ýtti mér út í það að mála,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands, sem opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á Íslandi í Anarkíu galleríi í Kópavogi á föstudag. Guðmundur, sem lærði kírópraktorsfagið í Svíþjóð, byrjaði að mála þegar hann var enn í námi. „Ég er alveg ólærður í þessu og þetta gerðist eignlega alveg óvart. Smám saman fór ég að prófa mig áfram við að mála, sem endaði með því að ég hélt sýningu í Svíþjóð,“ segir hann, en á sýningunni úti seldust öll verkin hans. „Það gaf mér aukið sjálfstraust og kraft til að halda áfram og prófa að mála meira,“ segir Guðmundur. Verkin hans eru abstrakt og segist hann nota alls kyns efni í þau. „Ég nota margs konar efni til að fá ákveðinn strúktúr og vídd í verkin. Svo nota ég olíuliti, akrýl, skipamálningu og bara hvað sem kallar á mig þá stundina,“ segir hann. Á sýningunni verða hátt í tuttugu myndir eftir hann. Flestar þeirra eru í stærri kantinum, en Guðmundur segist vera mislengi að klára hvert verk. „Það fer svolítið eftir myndinni. Stundum get ég endalaust verið að vinna í henni og bætt við, svo eru aðrar sem klárast strax.“ Guðmundi er svo sannarlega margt til lista lagt. Það er ekki nóg með að hann sé kírópraktor í fullu starfi og máli myndir, heldur dundar hann sér einnig við að hanna skartgripi, sem Unnur Óladóttir smíðar fyrir hann, heldur úti matarbloggi og skipuleggur æfingaferðir til Svíþjóðar. Það lá því beinast við að spyrja hann hvort hann hafi fleiri klukkustundir í sólarhringnum en við hin.„Nei, það er nú ekki þannig, ég held að það sé frekar að ég sé ofvirkur,“ segir hann og hlær. „Þetta spilar allt vel saman, mér finnst gaman þegar það er margt í gangi og verð hálf eirðarlaus ef það er ekki of mikið að gera hjá mér. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar um verk Guðmundar er að finna á heimasíðu hans www.norrart.com.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira