Mikil uppsveifla hjá flugfélaginu Erni Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 19:22 Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður. Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður.
Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira