Línur skýrast í finnskum stjórnmálum eftir kosningarnar Borgþór S. Kjærnested skrifar 21. apríl 2015 08:30 Óumdeilanlegur sigurvegari kosninganna er Miðflokkurinn (gamli bændaflokkurinn) sem bætti við sig 14 þingsætum, en þó minna en spáð hafði verið. 30% kjósenda sátu heima og sérfræðingar segja að stór hluti þeirra hafi verið kjósendur Miðflokksins, sem af einhverjum ástæðum fóru ekki á kjörstað. Einnig má halda því fram að Timo Soini og Sann-Finnarnir hafi verið í hópi sigurvegaranna, töpuðu aðeins einu þingsæti og mun minna en spáð hafði verið. Græningjar unnu mikinn sigur, juku þingmannafjöldann úr tíu í fimmtán og urðu helmingi fleiri en arftakar gamla kommúnistaflokksins, Vinstra bandalagið, sem töpuðu tveimur sætum og eru með tólf þingsæti. Formaður Miðflokksins er nú með sterkt umboð til stjórnarmyndunar. Hann mun fækka ráðherrum í tólf úr átján. Grundvöllur nýrrar stjórnar verður „sterkt umboð, traust milli manna, og stefna sem ekki verður margra blaðsíðna doðrantur“ sagði Juha Sipilä í viðtali við fjölmiðla þegar úrslit lágu fyrir. Líklegasta samsetningin verður, auk Miðflokksins, hægri flokkur Alexanders Stubb og Sann-Finnarnir með Timo Soini sem annaðhvort fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra. Væntanlega heldur sænski þjóðarflokkurinn, með sína níu þingmenn, áfram í ríkisstjórn, en hann hefur verið í ríkisstjórn frá 1979. Á bak við þá stjórn stæðu 124 þingmenn af 200. Einnig er mögulegt að í einhverjum einstökum málum verði unnið yfir flokkamörkin. Juha Sipilä lofaði að skapa 200.000 ný störf á kjörtímabilinu. Samtök atvinnurekenda hafa bent á að svo marga er ekki að finna á finnskum vinnumarkaði, sem mundi leiða til aukins innflutnings á fólki, sem Sann-Finnarnir eru ekki sérlega hrifnir af. Juha Sipilä er lýst sem reynslulausum stjórnmálamanni þegar kemur að alþjóðamálum. Í kosningabaráttunni vísaði hann til góðra tengsla sinna í alþjóðlegum viðskiptaheimi, en það þarf meira til að áliti stjórnmálaspekinga ef Finnland á að sinna stöðu sinni á alþjóðavettvangi. Mikið veltur á formanni Miðflokksins. Hann getur myndað sterka stjórn með þátttöku hægri flokksins og Alexanders Stubb. Hins vegar munu almennir flokksmenn Miðflokksins mæla með samstarfi við jafnaðarmenn, Sann-Finnana og Sænska þjóðarflokkinn, sem yrði þá ríkisstjórn með 130 þingmenn af 200. Að mati stjórnmálafræðinga standa Finnar frammi fyrir miklum breytingum á velferðarkerfinu, sem voru ræddar á síðasta þingi, ásamt skuldsetningu þjóðarinnar. Því er ekki óhugsandi að Juha Sipilä leggi áherslu á samstarf við jafnaðarmenn og sleppi hægriflokknum. Finnar vilja sjá nýja flokka sem vinna kosningasigra taka þátt í ríkisstjórn og sýna hvers þeir eru megnugir þegar allt kemur til alls. Finnski sendiherrann í Reykjavík kallaði þetta „Kiss to death“ aðferðina á fundi í Norræna húsinu nýlega. Ef til vill er þetta framtíð Timos Soini á nýju kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Óumdeilanlegur sigurvegari kosninganna er Miðflokkurinn (gamli bændaflokkurinn) sem bætti við sig 14 þingsætum, en þó minna en spáð hafði verið. 30% kjósenda sátu heima og sérfræðingar segja að stór hluti þeirra hafi verið kjósendur Miðflokksins, sem af einhverjum ástæðum fóru ekki á kjörstað. Einnig má halda því fram að Timo Soini og Sann-Finnarnir hafi verið í hópi sigurvegaranna, töpuðu aðeins einu þingsæti og mun minna en spáð hafði verið. Græningjar unnu mikinn sigur, juku þingmannafjöldann úr tíu í fimmtán og urðu helmingi fleiri en arftakar gamla kommúnistaflokksins, Vinstra bandalagið, sem töpuðu tveimur sætum og eru með tólf þingsæti. Formaður Miðflokksins er nú með sterkt umboð til stjórnarmyndunar. Hann mun fækka ráðherrum í tólf úr átján. Grundvöllur nýrrar stjórnar verður „sterkt umboð, traust milli manna, og stefna sem ekki verður margra blaðsíðna doðrantur“ sagði Juha Sipilä í viðtali við fjölmiðla þegar úrslit lágu fyrir. Líklegasta samsetningin verður, auk Miðflokksins, hægri flokkur Alexanders Stubb og Sann-Finnarnir með Timo Soini sem annaðhvort fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra. Væntanlega heldur sænski þjóðarflokkurinn, með sína níu þingmenn, áfram í ríkisstjórn, en hann hefur verið í ríkisstjórn frá 1979. Á bak við þá stjórn stæðu 124 þingmenn af 200. Einnig er mögulegt að í einhverjum einstökum málum verði unnið yfir flokkamörkin. Juha Sipilä lofaði að skapa 200.000 ný störf á kjörtímabilinu. Samtök atvinnurekenda hafa bent á að svo marga er ekki að finna á finnskum vinnumarkaði, sem mundi leiða til aukins innflutnings á fólki, sem Sann-Finnarnir eru ekki sérlega hrifnir af. Juha Sipilä er lýst sem reynslulausum stjórnmálamanni þegar kemur að alþjóðamálum. Í kosningabaráttunni vísaði hann til góðra tengsla sinna í alþjóðlegum viðskiptaheimi, en það þarf meira til að áliti stjórnmálaspekinga ef Finnland á að sinna stöðu sinni á alþjóðavettvangi. Mikið veltur á formanni Miðflokksins. Hann getur myndað sterka stjórn með þátttöku hægri flokksins og Alexanders Stubb. Hins vegar munu almennir flokksmenn Miðflokksins mæla með samstarfi við jafnaðarmenn, Sann-Finnana og Sænska þjóðarflokkinn, sem yrði þá ríkisstjórn með 130 þingmenn af 200. Að mati stjórnmálafræðinga standa Finnar frammi fyrir miklum breytingum á velferðarkerfinu, sem voru ræddar á síðasta þingi, ásamt skuldsetningu þjóðarinnar. Því er ekki óhugsandi að Juha Sipilä leggi áherslu á samstarf við jafnaðarmenn og sleppi hægriflokknum. Finnar vilja sjá nýja flokka sem vinna kosningasigra taka þátt í ríkisstjórn og sýna hvers þeir eru megnugir þegar allt kemur til alls. Finnski sendiherrann í Reykjavík kallaði þetta „Kiss to death“ aðferðina á fundi í Norræna húsinu nýlega. Ef til vill er þetta framtíð Timos Soini á nýju kjörtímabili.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun