Blekktar til að gerast ábyrgðarmenn viktoría hermannsdóttir skrifar 21. apríl 2015 10:00 Konurnar skrifuðu undir í þeirri trú að þær væru að gerast vottar en ekki að þær væru í persónulegri ábyrgð fyrir lánunum. NORDICPHOTOS/GETTY „Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira