Það sem ekki má segja Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú loksins hafa allir séð að það verður að byggja nýjan Landspítala. Hugmyndir um nýjan spítala eru áratuga gamlar og hefur miklu fjármagni verið varið í undirbúning og skipulag á liðnum árum. Allir þekkja söguna um „símapeningana“ sem áttu að fara í spítalann og svo kom hrun. Komið er að því að hefjast á handa og byggja við Hringbraut fyrsta áfanga sem er sjúkrahótel. En er ekki ástæða til að staldra aðeins við og endurskoða ákvarðanir sem voru teknar á liðinni öld og byrjun þessarar. Sem fæðingarlæknir á Landspítalanum ber mér skylda til að upplýsa þjóðina og ráðamenn um að það er engin ný fæðingardeild fyrirhuguð í hinu nýja sjúkrahúsi. Við tökum nú á móti nýjum Íslendingum í rúmlega 60 ára gömlu húsi og það verður áður en við vitum 100 ára gamalt. Skrifstofur okkar og hvíldaraðstaða lækna á erfiðum vöktum er í svo kölluðum Ljósmæðraskóla sem er áfastur kvennadeildarhúsinu til vesturs. Í þessu húsi hefur nú komið upp grunur um skaðlega myglu. Starfsfólk finnur fyrir einkennum þess en þau hverfa þegar farið er í lengri frí en koma síðan strax aftur um leið og tekið er til starfa á ný. Þessum húsakosti hefur verið viðhaldið eins og gengur en allir vita að hér þarf stöðugt að hlúa að og bæta. Við sem störfum á kvennadeildinni höfum lagt okkar af mörkum og stofnuðum m.a. Styrktarfélagið Líf til að safna fé til handa deildinni. Margar þær lagfæringar hafa verið til bóta en stundum er eins og verið sé að ausa í botnlausa fötu. Staðsetning spítalans er eitthvað sem ekki má ræða að því er virðist. Það getur vel verið að Hringbrautin hafi hentað best á 20 öldinni. En hættum að horfa í baksýnisspegilinn og horfum fram á veginn til loka 21. aldar. Höfum hagsmuni næstu kynslóðar að leiðarljósi en ekki pólitíska skammtímahagsmuni eða það sem hentar í dag. Það getur vel verið að nálægð við Háskólann henti sumum og að flugvöllurinn sé nú, þessa dagana, ekki langt frá. En samgöngumálin í umhverfi Hringbrautarinnar eru langt frá því að vera í lagi í dag. Það vitum við sem erum lengi heim úr vinnunni daglega vegna umferðarteppu. Það munu ekki allir hjóla til og frá vinnu með börnin á bögglaberanum. Ef við horfum á miðborgir annarra landa annars vegar og stórrar þyrpingar sjúkrahúsbygginga í köngulóarlíki með endalausum ranghölum og tengibyggingum hins vegar, þá fer slíkt alls ekki saman. Það er nokkuð sem menn forðast í miðborgarskipulagi. Í staðinn viljum við sjá eina stórra einingu, t.d. á Vífilsstaðasvæðinu sem er meira miðsvæðis ef horft er á allt stór-Reykjavíkursvæðið og nágrannabyggðarlög. Þar mætti byggja fallega einingu og nýta sér náttúruna sem þar er við meðferð skjólstæðinga spítalans. Íslenska þjóðin má ekki gera þau mistök að fara í þessa framkvæmd með bundið fyrir augun og með banana í eyrunum og framkvæma bara af því að það var búið að ákveða að gera svo. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá misgáfulegar milljarðaframkvæmdir eins og heitavatnsgöngin í Vaðlaheiði eða lífshættulegar verksmiðjuframkvæmdir á jarðskjálftasvæðinu við Bakka. Mistökin eru til að læra af, við skulum forðast þau. Það er skylda okkar að tryggja að komandi Íslendingar fæðist í nútímalegri byggingu á réttum stað ef horft er til framtíðar. Nýta mætti húsnæðið við Hringbraut til margra góðra hluta og þar eru mikil verðmæti í dýrum lóðum. Hættum að horfa til baka því þangað stefnum við ekki. Verum stórhuga og þorum að skipta um skoðun, það er bara merki um kjark og greind. Nú hef ég sagt það sem ekki má segja en margir hugsa og lái mér hver sem vill.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun