Endurkoma bókarinnar Stjórnarmaðurinn skrifar 13. maí 2015 07:00 Tækninýjungum fylgja gjarnan dómsdagsspár um að það sem fyrir er á fleti hljóti að hverfa snarlega. Þannig spáðu menn að útvarpið myndi líða undir lok þegar sjónvarpið kom á vettvang og margir hafa keppst við að spá endalokum hins eða þessa eftir tilkomu internetsins – hvort sem það er verslun upp á gamla mátann, dagblöð eða mannleg samskipti án tilstuðlanar samfélagsmiðla. Stjórnarmaðurinn las því af nokkurri athygli fréttir af bóksölu frá Bretlandi. Sala á fýsískum bókum er þar nokkuð stöðug, og hefur verið undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur hins vegar að sala á barnabókum er í mikilli sókn og hefur aukist um 11% milli ára. Hefur salan ekki verið meiri frá árinu 2007, þegar síðasta bókin um Harry Potter kom út. Við þetta má bæta að verulega hefur hægst á vexti í sölu á rafbókum. Salan jókst um 11% í fyrra, 19% árið áður og 65% árið þar á undan. Nú er staðan sú að þriðja hver bók sem seld er í Bretlandi er rafbók. Sú staðreynd að hægst hefur á vexti í sölu rafbóka bendir til þess að jafnvægi sé að nást milli slíkra bóka og fýsískra bóka. Þetta er hið sama og smám saman hefur gerst varðandi sölu á netinu. Rótgrónir smásalar geta ekki lengur komið með bjartsýnisspár um að brátt verði sala á netinu stærstur hluti heildarsölu og vöxturinn eftir því. Netið er ekki lengur nýtt, heldur nokkurn veginn föst stærð. Fyrir rótgróið vörumerki sem stundað hefur viðskipti upp á gamla mátann, þykir gott ef í mesta lagi þriðjungur sölu fer fram gegnum netið. Þetta vita fjárfestar og aðrir þátttakendur á markaðnum. Við þetta má bæta að talsverð aukning hefur orðið á lestri tímarita í heiminum eftir tilkomu internetsins. En svo við víkjum aftur að tölunum frá Bretlandi þá er önnur athyglisverð staðreynd þessi mikli vöxtur í sölu barnabóka. Þetta bendir til þess að foreldrar sem ólust upp við bækur, en urðu fullorðnir með snjallsíma í lófanum vilji að börnin deili þeirri upplifun að halda á bók upp á gamla mátann. Bóksalar á Íslandi og annars staðar skulu því ekki missa móðinn. Bókin er ekki á leiðinni út heldur mun hún vonandi lifa í sátt og samlyndi við rafbókina. Spurningin er bara hvar jafnvægið liggur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Tækninýjungum fylgja gjarnan dómsdagsspár um að það sem fyrir er á fleti hljóti að hverfa snarlega. Þannig spáðu menn að útvarpið myndi líða undir lok þegar sjónvarpið kom á vettvang og margir hafa keppst við að spá endalokum hins eða þessa eftir tilkomu internetsins – hvort sem það er verslun upp á gamla mátann, dagblöð eða mannleg samskipti án tilstuðlanar samfélagsmiðla. Stjórnarmaðurinn las því af nokkurri athygli fréttir af bóksölu frá Bretlandi. Sala á fýsískum bókum er þar nokkuð stöðug, og hefur verið undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur hins vegar að sala á barnabókum er í mikilli sókn og hefur aukist um 11% milli ára. Hefur salan ekki verið meiri frá árinu 2007, þegar síðasta bókin um Harry Potter kom út. Við þetta má bæta að verulega hefur hægst á vexti í sölu á rafbókum. Salan jókst um 11% í fyrra, 19% árið áður og 65% árið þar á undan. Nú er staðan sú að þriðja hver bók sem seld er í Bretlandi er rafbók. Sú staðreynd að hægst hefur á vexti í sölu rafbóka bendir til þess að jafnvægi sé að nást milli slíkra bóka og fýsískra bóka. Þetta er hið sama og smám saman hefur gerst varðandi sölu á netinu. Rótgrónir smásalar geta ekki lengur komið með bjartsýnisspár um að brátt verði sala á netinu stærstur hluti heildarsölu og vöxturinn eftir því. Netið er ekki lengur nýtt, heldur nokkurn veginn föst stærð. Fyrir rótgróið vörumerki sem stundað hefur viðskipti upp á gamla mátann, þykir gott ef í mesta lagi þriðjungur sölu fer fram gegnum netið. Þetta vita fjárfestar og aðrir þátttakendur á markaðnum. Við þetta má bæta að talsverð aukning hefur orðið á lestri tímarita í heiminum eftir tilkomu internetsins. En svo við víkjum aftur að tölunum frá Bretlandi þá er önnur athyglisverð staðreynd þessi mikli vöxtur í sölu barnabóka. Þetta bendir til þess að foreldrar sem ólust upp við bækur, en urðu fullorðnir með snjallsíma í lófanum vilji að börnin deili þeirri upplifun að halda á bók upp á gamla mátann. Bóksalar á Íslandi og annars staðar skulu því ekki missa móðinn. Bókin er ekki á leiðinni út heldur mun hún vonandi lifa í sátt og samlyndi við rafbókina. Spurningin er bara hvar jafnvægið liggur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira