Miklar launahækkanir gætu ýtt undir atvinnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2015 12:31 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Miklar launahækkanir í kjarasamningum gætu leitt til atvinnuleysis því hagkerfið er allt öðruvísi nú en á 9. áratugnum. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segist ekki skilja hvaða hagsmuni sé verið að verja með kröfum um miklar launahækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Seðlabankinn hefur sem fyrr áhyggjur af því að hækkanir launa í kjarasamningum ýti undir verðbólgu en samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir 2,5 prósenta markmið strax í upphafi næsta árs. Samhliða kynningu á vaxtaákvörðun var nýtt tölublað ritsins Peningamála kynnt í morgun. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði í tengslum við umræðu um miklar launakröfur í kjarasamningum að ef samið yrði um þær launahækkanir sem farið væri fram á myndi það leiða til þess að fyrirtæki hagræddu til að eiga fyrir hækkunum. Þá væru þeir starfsmenn sem ættu minnstan hlut í hagnaði viðkomandi fyrirtækja, þ.e. starfsmenn sem væru ekki með háskólamenntun, fyrstir til að missa vinnuna. „Ég skil ekki hvaða hagsmuni er verið að verja,“ sagði Þórarinn og vísaði þar til krafna um miklar launahækkanir þessara stétta. Þess má geta að kröfur Starfsgreinasambandsins um hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur felur í sér 50 prósent launahækkun. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að það virtust ekki allir skilja hvað gæti gerst ef laun yrðu hækkuð svona mikið.Munu miklar nafnlaunahækkanir leiða til atvinnuleysis? „Já, þær getu gert það. Ég hef haft af þessu áhyggjur og margir deildu því, held ég öll peningastefnunefndin. Það er ekki nægur skilningur á því að það eru ákveðnir hlutir sem hafa breyst sem gera það að verkum að viðbrögðin við mjög miklum launahækkunum verða önnur en þau voru fyrr á árum þar sem gengi krónu var fellt og verðbólgan þurrkaði ávinninginn út og allir stóðu í sömu sporum. (...) áhrifin á atvinnustig verða miklu meiri en fólk áttar sig ef við erum að tala um launahækkanir sem eru langt umfram það sem við stöndum undir til lengdar,“ sagði Már. Aðalhagfræðingur bankans nefndi ómenntað vinnuafl sem hefur framlag til rekstrar sem er lítill hluti hagnaðar í fyrirtækjum. Þetta eru þær stéttir sem eru að gera mestar kröfur um launahækkanir. Er þarna verið að vísa til þess að ef þessum kröfum verði mætt þá muni það leiða til uppsagnar hjá þessum hópi fólks? „Við erum ekki að leggja mat á kröfur einstakra hópa. Við erum bara að benda á að ef það verða áhrif á atvinnustigið þá koma þau fyrst fram hjá þeim fyrirtækjum sem standa veikast og einnig hjá því fólki sem hefur veikasta stöðu á vinnumarkaðnum.“ Tengdar fréttir Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir Líkur eru á að Peningastefnunefnd hækki stýrivexti í júní. 13. maí 2015 09:03 Már aðeins einu sinni í minnihluta í Peningastefnunefnd Seðlabankastjóri er nær alltaf í meirihluta við ákvarðanir stýrivaxta Seðlabankans. 13. maí 2015 13:16 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Miklar launahækkanir í kjarasamningum gætu leitt til atvinnuleysis því hagkerfið er allt öðruvísi nú en á 9. áratugnum. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segist ekki skilja hvaða hagsmuni sé verið að verja með kröfum um miklar launahækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Seðlabankinn hefur sem fyrr áhyggjur af því að hækkanir launa í kjarasamningum ýti undir verðbólgu en samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir 2,5 prósenta markmið strax í upphafi næsta árs. Samhliða kynningu á vaxtaákvörðun var nýtt tölublað ritsins Peningamála kynnt í morgun. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði í tengslum við umræðu um miklar launakröfur í kjarasamningum að ef samið yrði um þær launahækkanir sem farið væri fram á myndi það leiða til þess að fyrirtæki hagræddu til að eiga fyrir hækkunum. Þá væru þeir starfsmenn sem ættu minnstan hlut í hagnaði viðkomandi fyrirtækja, þ.e. starfsmenn sem væru ekki með háskólamenntun, fyrstir til að missa vinnuna. „Ég skil ekki hvaða hagsmuni er verið að verja,“ sagði Þórarinn og vísaði þar til krafna um miklar launahækkanir þessara stétta. Þess má geta að kröfur Starfsgreinasambandsins um hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur felur í sér 50 prósent launahækkun. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að það virtust ekki allir skilja hvað gæti gerst ef laun yrðu hækkuð svona mikið.Munu miklar nafnlaunahækkanir leiða til atvinnuleysis? „Já, þær getu gert það. Ég hef haft af þessu áhyggjur og margir deildu því, held ég öll peningastefnunefndin. Það er ekki nægur skilningur á því að það eru ákveðnir hlutir sem hafa breyst sem gera það að verkum að viðbrögðin við mjög miklum launahækkunum verða önnur en þau voru fyrr á árum þar sem gengi krónu var fellt og verðbólgan þurrkaði ávinninginn út og allir stóðu í sömu sporum. (...) áhrifin á atvinnustig verða miklu meiri en fólk áttar sig ef við erum að tala um launahækkanir sem eru langt umfram það sem við stöndum undir til lengdar,“ sagði Már. Aðalhagfræðingur bankans nefndi ómenntað vinnuafl sem hefur framlag til rekstrar sem er lítill hluti hagnaðar í fyrirtækjum. Þetta eru þær stéttir sem eru að gera mestar kröfur um launahækkanir. Er þarna verið að vísa til þess að ef þessum kröfum verði mætt þá muni það leiða til uppsagnar hjá þessum hópi fólks? „Við erum ekki að leggja mat á kröfur einstakra hópa. Við erum bara að benda á að ef það verða áhrif á atvinnustigið þá koma þau fyrst fram hjá þeim fyrirtækjum sem standa veikast og einnig hjá því fólki sem hefur veikasta stöðu á vinnumarkaðnum.“
Tengdar fréttir Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir Líkur eru á að Peningastefnunefnd hækki stýrivexti í júní. 13. maí 2015 09:03 Már aðeins einu sinni í minnihluta í Peningastefnunefnd Seðlabankastjóri er nær alltaf í meirihluta við ákvarðanir stýrivaxta Seðlabankans. 13. maí 2015 13:16 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir Líkur eru á að Peningastefnunefnd hækki stýrivexti í júní. 13. maí 2015 09:03
Már aðeins einu sinni í minnihluta í Peningastefnunefnd Seðlabankastjóri er nær alltaf í meirihluta við ákvarðanir stýrivaxta Seðlabankans. 13. maí 2015 13:16
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun