Miklar launahækkanir gætu ýtt undir atvinnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2015 12:31 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Miklar launahækkanir í kjarasamningum gætu leitt til atvinnuleysis því hagkerfið er allt öðruvísi nú en á 9. áratugnum. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segist ekki skilja hvaða hagsmuni sé verið að verja með kröfum um miklar launahækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Seðlabankinn hefur sem fyrr áhyggjur af því að hækkanir launa í kjarasamningum ýti undir verðbólgu en samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir 2,5 prósenta markmið strax í upphafi næsta árs. Samhliða kynningu á vaxtaákvörðun var nýtt tölublað ritsins Peningamála kynnt í morgun. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði í tengslum við umræðu um miklar launakröfur í kjarasamningum að ef samið yrði um þær launahækkanir sem farið væri fram á myndi það leiða til þess að fyrirtæki hagræddu til að eiga fyrir hækkunum. Þá væru þeir starfsmenn sem ættu minnstan hlut í hagnaði viðkomandi fyrirtækja, þ.e. starfsmenn sem væru ekki með háskólamenntun, fyrstir til að missa vinnuna. „Ég skil ekki hvaða hagsmuni er verið að verja,“ sagði Þórarinn og vísaði þar til krafna um miklar launahækkanir þessara stétta. Þess má geta að kröfur Starfsgreinasambandsins um hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur felur í sér 50 prósent launahækkun. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að það virtust ekki allir skilja hvað gæti gerst ef laun yrðu hækkuð svona mikið.Munu miklar nafnlaunahækkanir leiða til atvinnuleysis? „Já, þær getu gert það. Ég hef haft af þessu áhyggjur og margir deildu því, held ég öll peningastefnunefndin. Það er ekki nægur skilningur á því að það eru ákveðnir hlutir sem hafa breyst sem gera það að verkum að viðbrögðin við mjög miklum launahækkunum verða önnur en þau voru fyrr á árum þar sem gengi krónu var fellt og verðbólgan þurrkaði ávinninginn út og allir stóðu í sömu sporum. (...) áhrifin á atvinnustig verða miklu meiri en fólk áttar sig ef við erum að tala um launahækkanir sem eru langt umfram það sem við stöndum undir til lengdar,“ sagði Már. Aðalhagfræðingur bankans nefndi ómenntað vinnuafl sem hefur framlag til rekstrar sem er lítill hluti hagnaðar í fyrirtækjum. Þetta eru þær stéttir sem eru að gera mestar kröfur um launahækkanir. Er þarna verið að vísa til þess að ef þessum kröfum verði mætt þá muni það leiða til uppsagnar hjá þessum hópi fólks? „Við erum ekki að leggja mat á kröfur einstakra hópa. Við erum bara að benda á að ef það verða áhrif á atvinnustigið þá koma þau fyrst fram hjá þeim fyrirtækjum sem standa veikast og einnig hjá því fólki sem hefur veikasta stöðu á vinnumarkaðnum.“ Tengdar fréttir Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir Líkur eru á að Peningastefnunefnd hækki stýrivexti í júní. 13. maí 2015 09:03 Már aðeins einu sinni í minnihluta í Peningastefnunefnd Seðlabankastjóri er nær alltaf í meirihluta við ákvarðanir stýrivaxta Seðlabankans. 13. maí 2015 13:16 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Miklar launahækkanir í kjarasamningum gætu leitt til atvinnuleysis því hagkerfið er allt öðruvísi nú en á 9. áratugnum. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segist ekki skilja hvaða hagsmuni sé verið að verja með kröfum um miklar launahækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Seðlabankinn hefur sem fyrr áhyggjur af því að hækkanir launa í kjarasamningum ýti undir verðbólgu en samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir 2,5 prósenta markmið strax í upphafi næsta árs. Samhliða kynningu á vaxtaákvörðun var nýtt tölublað ritsins Peningamála kynnt í morgun. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði í tengslum við umræðu um miklar launakröfur í kjarasamningum að ef samið yrði um þær launahækkanir sem farið væri fram á myndi það leiða til þess að fyrirtæki hagræddu til að eiga fyrir hækkunum. Þá væru þeir starfsmenn sem ættu minnstan hlut í hagnaði viðkomandi fyrirtækja, þ.e. starfsmenn sem væru ekki með háskólamenntun, fyrstir til að missa vinnuna. „Ég skil ekki hvaða hagsmuni er verið að verja,“ sagði Þórarinn og vísaði þar til krafna um miklar launahækkanir þessara stétta. Þess má geta að kröfur Starfsgreinasambandsins um hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur felur í sér 50 prósent launahækkun. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði að það virtust ekki allir skilja hvað gæti gerst ef laun yrðu hækkuð svona mikið.Munu miklar nafnlaunahækkanir leiða til atvinnuleysis? „Já, þær getu gert það. Ég hef haft af þessu áhyggjur og margir deildu því, held ég öll peningastefnunefndin. Það er ekki nægur skilningur á því að það eru ákveðnir hlutir sem hafa breyst sem gera það að verkum að viðbrögðin við mjög miklum launahækkunum verða önnur en þau voru fyrr á árum þar sem gengi krónu var fellt og verðbólgan þurrkaði ávinninginn út og allir stóðu í sömu sporum. (...) áhrifin á atvinnustig verða miklu meiri en fólk áttar sig ef við erum að tala um launahækkanir sem eru langt umfram það sem við stöndum undir til lengdar,“ sagði Már. Aðalhagfræðingur bankans nefndi ómenntað vinnuafl sem hefur framlag til rekstrar sem er lítill hluti hagnaðar í fyrirtækjum. Þetta eru þær stéttir sem eru að gera mestar kröfur um launahækkanir. Er þarna verið að vísa til þess að ef þessum kröfum verði mætt þá muni það leiða til uppsagnar hjá þessum hópi fólks? „Við erum ekki að leggja mat á kröfur einstakra hópa. Við erum bara að benda á að ef það verða áhrif á atvinnustigið þá koma þau fyrst fram hjá þeim fyrirtækjum sem standa veikast og einnig hjá því fólki sem hefur veikasta stöðu á vinnumarkaðnum.“
Tengdar fréttir Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir Líkur eru á að Peningastefnunefnd hækki stýrivexti í júní. 13. maí 2015 09:03 Már aðeins einu sinni í minnihluta í Peningastefnunefnd Seðlabankastjóri er nær alltaf í meirihluta við ákvarðanir stýrivaxta Seðlabankans. 13. maí 2015 13:16 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir Líkur eru á að Peningastefnunefnd hækki stýrivexti í júní. 13. maí 2015 09:03
Már aðeins einu sinni í minnihluta í Peningastefnunefnd Seðlabankastjóri er nær alltaf í meirihluta við ákvarðanir stýrivaxta Seðlabankans. 13. maí 2015 13:16