Strákarnir í KSF ætla standa fyrir jóla partýi á Paloma annað kvöld. Einnig munu Mogensen bræður koma fram.
Skemmtistaðurinn Paloma verður undirlagður með frábæru fólki sem að elskar að dansa. KSF bræður eru búnir að vera duglegir í hljóðveri sínu í Svíþjóð síðustu mánuði og ætla að frumflytja fullt af glænýju efni sem að aðeins fáir hafa fengið að heyra.
Þeir félagar tóku þátt og báru sigur úr býtum í risastórri remix keppni í Bandaríkjunum á vegum Dirty South & Groove Cruise festival.
Eftir sigurinn verður þeim flogið út til Miami til að spila á skemmtiferðaskipi þar sem festivalið fer fram.
Skemmtunin hefst klukkan ellefu annað kvöld.
KSF í jólastuði á Paloma
Stefán Árni Pálsson skrifar
