Matt Every varði titilinn á Bay Hill eftir magnaðan lokahring 23. mars 2015 19:00 Every var í banastuði í gær. Getty Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn. Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn.
Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira