42% aukning í sölu Opel atvinnubíla Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:45 Opel atvinnubílar. Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent