Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 10:14 Ólafur Ólafsson, fyrir miðju, var annar stærsti hluthafi Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélög sín. Vísir/Daníel „Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15