Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 10:14 Ólafur Ólafsson, fyrir miðju, var annar stærsti hluthafi Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélög sín. Vísir/Daníel „Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15