Viðskipti erlent

Yahoo færir eignarhlut í Alibaba í sérstakt félag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo.
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo. Vísir/AP
Yahoo hefur ákveðið að færa eignarhlut sinn í kínversku netversluninni Alibaba í sérstakt félag. Þannig er eignarhlutur Yahoo í Alibaba færður út úr félaginu sjálfu og settur beint í hendurnar á hluthöfum þess.



Ákvörðunin er tekin á sama tíma og hluthafar í netrisanum hafa þrýst á að eignir félagsins í Asíu verði seldar til að greiða arð til hluthafa. Með því að fara frekar þessa leið nær Yahoo að koma hlutnum í Alibaba beint til hluthafa sem geta þá fengið arð frá versluninni og ekki þarf að greiða skatt af sölu hlutarins.



Hlutabréfaverð í Yahoo hækkaði um 8 prósent eftir að tilkynnt var um ákvörðunina en 15,4 prósenta hlutur netfyrirtækisins í Alibaba hefur reynst afar góð og arðbær fjárfesting.

Úr glærukynningu Yahoo. Vinstra megin er uppbygging fyrirtækisins eins og hún er í dag en hægra megin má sjá hvernig dæmið lítur út eftir breytingarnar.Yahoo





Fleiri fréttir

Sjá meira


×