Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun