20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 14:21 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2013. Vísir/Daníel Sérstakur saksóknari lagði hald á um 20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu. Þetta kom fram í seinni ræðu Björns Þorvaldssonar, saksóknara, í málflutningi í Hæstarétti í dag. Þar svaraði hann ýmissi gagnrýni sem verjendur sakborninga í málinu höfðu sett fram en þar á meðal var takmarkað aðgengi þeirra að gögnum málsins. Björn sagði það ekki rétt að Hreiðar Már hefði ekki fengið neitt yfirlit yfir haldlögð gögn í málinu eins og verjandi hans hélt fram í gær. Það væri hins vegar rétt að halda því til haga að í skrá yfir haldlögð gögn væri ekki að finna útlistun á tölvupóstum og símtölum sem stuðst hafi verið við við rannsókn málsins. „Það var hald lagt hald á um 20 milljónir tölvupósta. Yfirlit yfir þá myndi telja um 400.000 síður. Ég veit ekki hvort einhverjum væri gerður greiður með slíku yfirliti,“ sagði saksóknari.Ekkert athugavert við alþjóðlega handtökuskipun Þá svaraði Björn fyrir alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út á hendur Sigurði Einarssyni í maí 2010. Hann var því eftirlýstur af Interpol um tíma. Verjandi Sigurðar gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að handtökuskipuninni og taldi hana brjóta bæði í bága við íslensku stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Til þessa mætti líta hvað varðar frávísun málsins frá dómi. Saksóknari sagði að ef staðið hefði verið rangt að einhverju í tengslum við handtökuskipunina þá ætti ákærði kannski bótakröfu á ríkið. Það myndi þó aldrei leiða til frávísunar. Að þessu sögðu mótmælti hann því svo að nokkuð athugavert hefði verið við handtökuskipunina.Framburðir vitna studdir samtímagögnum Hvað varðaði trúverðugleika vitna í málinu sagði saksóknari framburði þeirra tveggja vitna sem verjendur töldu ótrúverðuga, vera studda samtímagögnum í málinu, til dæmis tölvupóstum og símtölum. Þetta hafi verjendur ekki minnst á. Svo mótmælti hann því harðlega að framburður annars vitnisins, Eggerts Hilmarssonar, hafi verið settur í samhengi við það að hann hafði réttarstöðu grunaðs manns í öðru máli. „Ég velti því fyrir mér hvort að ákærði sé að gefa í skyn að ef Eggert Hilmarsson gæfi góðan framburð í þessu máli þá yrði hann ekki í ákærður í öðru máli. Ef verið er að halda þessu fram er það furðulegur málflutningur og mjög alvarlegt ef verið er að saka rannsakendur um slík vinnubrögð.“ Að lokum kom saksóknari stuttlega inn á meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda, Magnúsar Benediktssonar, en hann sagði í málflutningi í gær að það væri óheppilegt að Magnús hefði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing. Saksóknari sagði í dag að það væri sitthvor hluturinn, það að eitthvað sé óheppilegt og það að einhver sé vanhæfur. Lögformlega væri Magnús hæfur til að fara með málið. Málflutningi lauk í hádeginu í dag og hefur verið dómtekið. Niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sérstakur saksóknari lagði hald á um 20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu. Þetta kom fram í seinni ræðu Björns Þorvaldssonar, saksóknara, í málflutningi í Hæstarétti í dag. Þar svaraði hann ýmissi gagnrýni sem verjendur sakborninga í málinu höfðu sett fram en þar á meðal var takmarkað aðgengi þeirra að gögnum málsins. Björn sagði það ekki rétt að Hreiðar Már hefði ekki fengið neitt yfirlit yfir haldlögð gögn í málinu eins og verjandi hans hélt fram í gær. Það væri hins vegar rétt að halda því til haga að í skrá yfir haldlögð gögn væri ekki að finna útlistun á tölvupóstum og símtölum sem stuðst hafi verið við við rannsókn málsins. „Það var hald lagt hald á um 20 milljónir tölvupósta. Yfirlit yfir þá myndi telja um 400.000 síður. Ég veit ekki hvort einhverjum væri gerður greiður með slíku yfirliti,“ sagði saksóknari.Ekkert athugavert við alþjóðlega handtökuskipun Þá svaraði Björn fyrir alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út á hendur Sigurði Einarssyni í maí 2010. Hann var því eftirlýstur af Interpol um tíma. Verjandi Sigurðar gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að handtökuskipuninni og taldi hana brjóta bæði í bága við íslensku stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Til þessa mætti líta hvað varðar frávísun málsins frá dómi. Saksóknari sagði að ef staðið hefði verið rangt að einhverju í tengslum við handtökuskipunina þá ætti ákærði kannski bótakröfu á ríkið. Það myndi þó aldrei leiða til frávísunar. Að þessu sögðu mótmælti hann því svo að nokkuð athugavert hefði verið við handtökuskipunina.Framburðir vitna studdir samtímagögnum Hvað varðaði trúverðugleika vitna í málinu sagði saksóknari framburði þeirra tveggja vitna sem verjendur töldu ótrúverðuga, vera studda samtímagögnum í málinu, til dæmis tölvupóstum og símtölum. Þetta hafi verjendur ekki minnst á. Svo mótmælti hann því harðlega að framburður annars vitnisins, Eggerts Hilmarssonar, hafi verið settur í samhengi við það að hann hafði réttarstöðu grunaðs manns í öðru máli. „Ég velti því fyrir mér hvort að ákærði sé að gefa í skyn að ef Eggert Hilmarsson gæfi góðan framburð í þessu máli þá yrði hann ekki í ákærður í öðru máli. Ef verið er að halda þessu fram er það furðulegur málflutningur og mjög alvarlegt ef verið er að saka rannsakendur um slík vinnubrögð.“ Að lokum kom saksóknari stuttlega inn á meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda, Magnúsar Benediktssonar, en hann sagði í málflutningi í gær að það væri óheppilegt að Magnús hefði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing. Saksóknari sagði í dag að það væri sitthvor hluturinn, það að eitthvað sé óheppilegt og það að einhver sé vanhæfur. Lögformlega væri Magnús hæfur til að fara með málið. Málflutningi lauk í hádeginu í dag og hefur verið dómtekið. Niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33
Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15