Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 11:33 "Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu,“ segir verjandi Magnúsar Guðmundssonar. Magnús er til hægri á myndinni. Vísir/GVA Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15