Halldór Bjarkar segist ekki hafa selt hlutabréf í Exista skömmu fyrir hrun ingvar haraldsson skrifar 10. desember 2015 15:17 Halldór Bjarkar Lúðvígsson neitar því að hafa haft stöðu innherja skömmu fyrir fall bankanna. vísir/gva Halldór Bjarkar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka, segist aldrei hafa selt hlutabréf í Exista líkt og Hreiðar Már Sigurðsson sakaði Halldór Bjarkar um við aðalmeðferð CLN fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Halldór hefur sent á fjölmiðla. Hreiðar Már sagði Halldór hafa selt hlutabréfin í Exista sem og í Kaupþingi föstudaginn 3. október 2008, nokkrum dögum fyrir setningu neyðarlaganna og fall Kaupþings. Hreiðar fullyrti að Halldór hefði haft stöðu innherja þegar salan átti sér stað en Halldór var á þeim tíma viðskiptastjóri hjá Kaupþingi og hafði málefni Exista á sinni könnu.Segist hafa selt í Kaupþingi vegna þjóðnýtingar GlitnisHalldór mótmælir fullyrðingum Hreiðars um að hann hefði verið innherji. „Hvað varðar sölu mína á bréfum í Kaupþingi nokkrum dögum eftir þjóðnýtingu Glitnis, þá byggði sú sala einungis á þeirri forsendu að við þjóðnýtingu Glitnis væri um gjörbreytt landslag að ræða á íslenskum fjármálamarkaði. Ákvörðun um þá sölu byggði ekki á neinum innherjaupplýsingum, enda var ég almennur starfsmaður í Kaupþingi með engan aðgang að innherjaupplýsingum,“ segir Halldór í yfirlýsingunni.Hreiðar Már Sigurðsson hefur sakað Halldór Bjarkar um að breyta vitnisburði sínum til að komast hjá ákæru.Halldór segir að eftir að Hreiðar Már sendi bréf til Sérstaks saksóknara og fleiri aðila þar sem vakin var athygli á sölu Halldórs á hlutabréfunum hafi Fjármálaeftirlitið sent honum fyrirspurn um málið. „Eftir að ég hafði svarað þeirri fyrirspurn taldi FME mig ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum og taldi ekki tilefni til frekari athugunar. Ég lít svo á að með þeirri ákvörðun hafi FME staðfest að umrædd sala hafi verið eðlileg og hafi þar með hreinsað mig af þessum ásökunum.“Neitar því að hafa gert samning við saksóknaraÞá þvertekur Halldór Bjarkar fyrir að hann hafi gert nokkurn samning við embætti Sérstaks saksóknara um að fallið yrði frá því að ákæra hann gegn því að hann beri vitni í dómsmálum líkt og Hreiðar Már og verjandi hans hafa haldið fram. „Engir samningar hafa verið gerðir milli mín og embættis sérstaks saksóknara um að fallið verði frá málsókn á hendur mér gegn því að ég beri vitni. Á öllum stigum málsins hef ég einvörðungu, eins og mér ber skylda til, svarað spurningum embættisins eftir bestu getu.“ Tengdar fréttir Aldrei spurður út í söluna á hlutabréfunum í Exista og Kaupþingi tæpri viku fyrir fall bankans Halldór Bjarkar Lúðvígsson segist hafa þurft að sitja undir dylgjum og aðdróttunum af hálfu Hreiðars Más Sigurðssonar. Hann kveðst aldrei hafa við sérstakan saksóknara um sakaruppgjöf. 9. desember 2015 20:47 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Halldór Bjarkar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs Arion banka, segist aldrei hafa selt hlutabréf í Exista líkt og Hreiðar Már Sigurðsson sakaði Halldór Bjarkar um við aðalmeðferð CLN fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Halldór hefur sent á fjölmiðla. Hreiðar Már sagði Halldór hafa selt hlutabréfin í Exista sem og í Kaupþingi föstudaginn 3. október 2008, nokkrum dögum fyrir setningu neyðarlaganna og fall Kaupþings. Hreiðar fullyrti að Halldór hefði haft stöðu innherja þegar salan átti sér stað en Halldór var á þeim tíma viðskiptastjóri hjá Kaupþingi og hafði málefni Exista á sinni könnu.Segist hafa selt í Kaupþingi vegna þjóðnýtingar GlitnisHalldór mótmælir fullyrðingum Hreiðars um að hann hefði verið innherji. „Hvað varðar sölu mína á bréfum í Kaupþingi nokkrum dögum eftir þjóðnýtingu Glitnis, þá byggði sú sala einungis á þeirri forsendu að við þjóðnýtingu Glitnis væri um gjörbreytt landslag að ræða á íslenskum fjármálamarkaði. Ákvörðun um þá sölu byggði ekki á neinum innherjaupplýsingum, enda var ég almennur starfsmaður í Kaupþingi með engan aðgang að innherjaupplýsingum,“ segir Halldór í yfirlýsingunni.Hreiðar Már Sigurðsson hefur sakað Halldór Bjarkar um að breyta vitnisburði sínum til að komast hjá ákæru.Halldór segir að eftir að Hreiðar Már sendi bréf til Sérstaks saksóknara og fleiri aðila þar sem vakin var athygli á sölu Halldórs á hlutabréfunum hafi Fjármálaeftirlitið sent honum fyrirspurn um málið. „Eftir að ég hafði svarað þeirri fyrirspurn taldi FME mig ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum og taldi ekki tilefni til frekari athugunar. Ég lít svo á að með þeirri ákvörðun hafi FME staðfest að umrædd sala hafi verið eðlileg og hafi þar með hreinsað mig af þessum ásökunum.“Neitar því að hafa gert samning við saksóknaraÞá þvertekur Halldór Bjarkar fyrir að hann hafi gert nokkurn samning við embætti Sérstaks saksóknara um að fallið yrði frá því að ákæra hann gegn því að hann beri vitni í dómsmálum líkt og Hreiðar Már og verjandi hans hafa haldið fram. „Engir samningar hafa verið gerðir milli mín og embættis sérstaks saksóknara um að fallið verði frá málsókn á hendur mér gegn því að ég beri vitni. Á öllum stigum málsins hef ég einvörðungu, eins og mér ber skylda til, svarað spurningum embættisins eftir bestu getu.“
Tengdar fréttir Aldrei spurður út í söluna á hlutabréfunum í Exista og Kaupþingi tæpri viku fyrir fall bankans Halldór Bjarkar Lúðvígsson segist hafa þurft að sitja undir dylgjum og aðdróttunum af hálfu Hreiðars Más Sigurðssonar. Hann kveðst aldrei hafa við sérstakan saksóknara um sakaruppgjöf. 9. desember 2015 20:47 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Aldrei spurður út í söluna á hlutabréfunum í Exista og Kaupþingi tæpri viku fyrir fall bankans Halldór Bjarkar Lúðvígsson segist hafa þurft að sitja undir dylgjum og aðdróttunum af hálfu Hreiðars Más Sigurðssonar. Hann kveðst aldrei hafa við sérstakan saksóknara um sakaruppgjöf. 9. desember 2015 20:47
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58