Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo Sæunn Gísladóttir skrifar 9. desember 2015 09:00 Marissa Mayer gæti fengið allt að 14,2 milljarða króna út úr starfslokasamningi ef henni er sagt upp hjá Yahoo. Fréttablaðið/Getty Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins. Reuters greindi frá því nýverið að fjarskiptafyrirtækið Verizon Communications sé að íhuga það að kaupa grunnrekstur Yahoo, þar á meðal tölvupósthlutann, frétta- og íþróttasíður, ásamt auglýsingatækni fyrirtækisins. Stjórnin hefur þó enn ekki tilkynnt um neina ákvörðun um sölu og er framtíð fyrirtækisins því enn óljós. Yahoo hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin árin. Melissa Mayer, ung framakona og fyrrverandi starfsmaður Google, var ráðin forstjóri árið 2012 í von um að henni myndi takast aðkoma starfseminni á réttan kjöl. Þær vonir hafa hins vegar ekki gengið eftir. Gengi hlutabréfa í Yahoo hafa lækkað um 31 prósent það sem af er ári. Stjórn og helstu hluthafar Yahoo komu saman í síðustu viku til að ræða framtíð fyrirtækisins og funduðu í þrjá daga. Meðal þess sem var rætt á fundinum var sala á grunnrekstri fyrirtækisins, þar á meðal Tumblr, sem hefur átt í rekstrarerfiðleikum. Talið er að verðmæti grunnrekstursins nemi 4,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 600 milljörðum íslenskra króna. Meðal áhugasamra kaupenda eru fjarskiptafyrirtækið Verizon, sem keypti AOL síðasta sumar. Ef salan gengur eftir er óvíst hvort Mayer verði áfram við stýrið. En ef henni verður sagt upp störfum vegna sölu fyrirtækisins mun hún fá allt að 110 milljónir dollara, jafnvirði 14,2 milljarða íslenskra króna í starfslokasamningi. Hún á rétt á að minnsta kosti 25,8 milljónum dollara samkvæmt starfslokasamningi ef hún er rekin af stjórninni áður en sala fer fram. Yahoo var netrisi á tíunda áratugnum og einn helsti samkeppnisaðili Google. Fyrirtækinu var farið að ganga illa þegar Mayer tók við, bæði vegna taps á auglýsingamarkaði í samkeppninni við Google og minni áhuga á fréttasíðum Yahoo þegar fréttaveitur á Facebook fóru að verða helsta fréttasíða notenda. Sérfræðingar óttast nú að ekki verði aftur snúið í verri afkomu fyrirtækisins. Spáð er því að hagnaður ársins muni vera helmingur hagnaðarins árið 2012, þegar Mayer tók við.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira