Er lágt olíuverð bara gott? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun