Yamaha kynnir bíl í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 09:20 Yamaha Sports Ride. Autoblog Margt forvitnilegra bíla má nú líta augum á bílasýningunni í Tókýó. Fæstir áttu þó von á því að sjá bíl frá mótorhjólaframleiðandanum Yamaha, en sú er nú samt raunin og er þetta fyrsti bíllinn sem Yamaha hefur kynnt almenningi. Bíllinn hefur fengið nafnið Sports Ride, er afar lítill, eða á við Mazda MX-5 Miata og vegur aðeins 750 kíló. Að innan er bíllinn einkar einfaldur að sjá og minnir í því tilliti á Lotus bíla eða Alfa Romeo 4C. Ef til vill er það vegna þess að bíllinn er aðallega hugsaður sem gott ökutæki en ekki lúxusbíll. Ekki fylgdu neinar upplýsingar frá Yamaha um hvort þessi bíll færi í framleiðslu, né heldur hvernig drifrás er í bílnum. Hvort þar sé að finna vél úr einu mótorhjóla Yamaha eða hefbundin bílvél, er ekki ljóst. Hann var hannaður algerlega innanhúss hjá Yamaha og segja má um útlit bílsins að hann líti út sem smækkuð mynd af ofurbíl. Ekki slæm byrjun hjá Yamaha inná bílamarkaðinn. Yamaha Sports Ride er aðeins tveggja sæta. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Margt forvitnilegra bíla má nú líta augum á bílasýningunni í Tókýó. Fæstir áttu þó von á því að sjá bíl frá mótorhjólaframleiðandanum Yamaha, en sú er nú samt raunin og er þetta fyrsti bíllinn sem Yamaha hefur kynnt almenningi. Bíllinn hefur fengið nafnið Sports Ride, er afar lítill, eða á við Mazda MX-5 Miata og vegur aðeins 750 kíló. Að innan er bíllinn einkar einfaldur að sjá og minnir í því tilliti á Lotus bíla eða Alfa Romeo 4C. Ef til vill er það vegna þess að bíllinn er aðallega hugsaður sem gott ökutæki en ekki lúxusbíll. Ekki fylgdu neinar upplýsingar frá Yamaha um hvort þessi bíll færi í framleiðslu, né heldur hvernig drifrás er í bílnum. Hvort þar sé að finna vél úr einu mótorhjóla Yamaha eða hefbundin bílvél, er ekki ljóst. Hann var hannaður algerlega innanhúss hjá Yamaha og segja má um útlit bílsins að hann líti út sem smækkuð mynd af ofurbíl. Ekki slæm byrjun hjá Yamaha inná bílamarkaðinn. Yamaha Sports Ride er aðeins tveggja sæta.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent