Renault kynnir Kadjar í sumar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:42 Renault Kadjar. Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent
Í kjölfar sigurgöngu Renault Captur á alþjóðamörkuðum hefur franski bílaframleiðandinn kynnt til leiks fyrsta fjórhjóladrifna meðalstóra jepplinginn, Renault Kadjar. Bíllinn fer á Evrópumarkað í sumar og verður frumsýndur hér á landi á sama tíma hjá BL. Á síðasta ári voru meðalstórir jepplingar í sama flokki og Kadjar (C-flokkur) nálega fimmti hver bíll sem seldur var í heiminum. Þannig var markaðshlutdeild slíkra bíla um 23% í Evrópu og 26% í Kína. Kadjar er fyrsti meðalstóri jepplingurinn frá Renault og hann er jafnframt svar framleiðandans við vaxandi eftirspurn viðskiptavina Renault um allan heim eftir fjórhjóladrifnum bíl í þessum stærðarflokki. Kadjar verður framleiddur í bílaverksmiðju Renault í Valencia á Spáni og fara fyrstu bílarnir á Evrópumarkað snemma í sumar. Á Kínamarkaði verður Kadjar jafnframt fyrsti meðalstóri jepplingurinn sem Renault framleiðir í nýrri verksmiðju Dongfeng Renault í Wuhan-héraði. Renault er þriðji stærsti bílaframleiðandi Evrópu. Fyrirtækið seldi 2.712.432 bíla árið 2014, eða um 3,2 prósentum fleiri bíla en árið á undan. Alls seldust 1.464.611 Renault bílar í Vestur-Evrópu 2014, 12,5% fleiri en 2013.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent