Spá 88,6 milljón bíla sölu í ár Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 09:20 Í ár mun bílasala enn aukast í heiminum, ef spár ganga eftir. Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent
Í fyrra seldust 86,5 milljón bílar í heiminum öllum og spár IHS Automotive í Bandaríkjunum hljóðar uppá 2,4% vöxt í ár og 88,6 milljón bíla sölu. Áfram er spáð talsverðum vexti í sölu bíla í Kína, sem nemur 7% og 25.2 milljón bíla sölu. Það yrði 28,5% heimssölunnar. Einnig er spáð áframhaldandi góðri sölu í Bandaríkjunum, eða 2,5% vexti og 16,9 milljón bíla sölu. Góð sala vestanhafs gæti að miklu leiti oltið á bensínverðinu og ef það helst áfram lágt spá því sumir að salan fari yfir 17 milljónir bíla. Í Rússlandi er spáð áframhaldandi minnkandi sölu og að hún falli um svo mikið sem 27% í ár, sem yrði 40% minni sala en árið 2012. Gert er ráð fyrir að sala í Evrópu haldi áfram að aukast og það um 3% í ár. Í S-Ameríku er gert ráð fyrir minnkandi sölu þar sem illa gengur að minnka atvinnuleysi, litlum aðgangi að lánsfjármagni og aukningu innflutningstolla.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent