Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:00 Haukur Helgi og Logi fyrir framan unga iðkendur í Ljónagryfjunni í gær. Mynd/Víkurfréttir Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Spennan var rafmögnuð í Ljónagryfjunni í gær þegar Domino's-deildarlið Njarðvíkur kynnti Hauk Helga Pálsson til sögunnar sem nýjasta leikmann liðsins. Heill heir af grænklæddum húnum og fyrrverandi stjörnur á borð við Brenton Birmingham tóku sér sæti í steyptri stúkunni í Ljónagryfjunni og biðu eftir að sjá Hauk Helga formlega ganga í raðir Njarðvíkur. Það er ekki á hverjum degi sem einn besti leikmaður þjóðarinnar kemur aftur heim til að spila í Domino's-deildinni. Hvað þá leikmaður sem hefur verið á jafn mikilli uppleið og Haukur Helgi undanfarin ár. Hann spilaði nú síðast með MBC í Þýskalandi á sex vikna samningi en var farið að leiðast þófið og vildi núllstilla sig hér heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það,“ sagði Haukur Helgi við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gær. Njarðvík var þó ekki eina liðið sem reyndi við hann. Haukur ræddi við Grindavík, Keflavík og Stjörnuna. „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk,“ sagði hann.Pressan mikil Njarðvík var hársbreidd frá því að slá út KR í undanúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor. Tveir flautuþristar Stefans Bonneau smullu á hringnum áður en verðandi Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Njarðvík hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2006. Það er langur tími í Ljónagryfjunni og fengu menn blóð á tennurnar við árangurinn í fyrra. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, brosandi við Fréttablaðið í gær. Pressan er mikil á Hauki Helga. Þó Logi Gunnarsson sé kóngurinn í Njarðvík var það Bonneau sem átti að fara með Njarðvík alla leið og fyrst hann er meiddur er ábyrgðin sett á Hauk Helga. Hann fær þó góða hjálp frá Loga en í byrjunarliði Njarðvíkur eru nú tveir leikmenn sem voru á Evrópumótinu í sumar. „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn,“ sagði Haukur Helgi sem veit að Íslandsmeistaratitillinn er það eina sem er í boði með komu hans: „Ég stefni að því að vinna titilinn með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira