Af tækninörðum og lúðum hulda bjarnadóttir skrifar 2. september 2015 07:00 Upplýsingatæknin er að breyta heiminum og þeir sem neita að læra á tækin og tölvurnar verða einfaldlega ekki færir í samskiptamáta atvinnulífsins til framtíðar. Það er því ekki bara nauðsynlegt fyrir einstaklinga að halda sér á tánum, heldur þurfa fyrirtæki að fylgjast náið með straumum og stefnum í atvinnulífinu. Og það skiptir máli að fá konur til að innritast í tölvunar- og tæknifræðigreinar því jafnrétti innan tæknigreinanna tryggir að þekking og reynsla beggja kynja njóti sín, til hagsældar fyrir samfélagið í heild.Vantar fyrirmyndirnar Ólína Helga Sverrisdóttir er 15 ára forritari sem lýsti því í viðtali um síðastliðna helgi að það vantaði fyrirmyndirnar er kemur að tæknistelpum. Tökum þessum ábendingum alvarlega. Hún lýsir því þannig að þegar hún hafi verið níu ára að byrja að læra forritun þá hefði henni fundist það mjög nördalegt og hún hefði ekki viljað auglýsa það neitt sérstaklega. Síðar hafði hún kjark til að segja frá og þá fannst strákunum þetta töff en stelpurnar vildu ræða dans. „En það er bara vegna þess að stelpur vantar fyrirmyndirnar,“ sagði hún og lýsti því hvernig hún tók málið í sínar hendur og stofnaði bloggsíðuna techolina.com. Þar hefur hún tekið viðtöl við hverja kvenfyrirmyndina í tækniheiminum á fætur annarri. Meðal annars tók hún viðtal við Megan Smith, yfirmann tæknimála Hvíta hússins, áður yfirmann tæknimála hjá Google. Það hefði nú þótt saga til næsta bæjar ef framhaldsskólanemi hefði náð viðtali við Warren Buffet, konung fjárfestinganna í hugum margra. Í raun er stórkostlegt hjá Ólínu að ná viðtali við þessa virtu konu og þakkarvert framtak að kynna fyrirmyndir sem Megan.Tækninerðir framtíðarinnar Það er gaman að velta því fyrir sér hverjir verða tæknistjörnur framtíðarinnar. Mögulega verður það Ólína eða aðrir íslenskir nerðir. Því tæknin er án landamæra að lokum og heimurinn þarf á tækni og hugviti okkar að halda. Nú viljum við í FKA styðja við verkefni sem dregur fram stelpur og stráka, vonarstjörnur tæknifyrirtækja. Að þessu sinni í gegnum átaksverkefnið Fast50 sem við vinnum með Deloitte, Samtökum iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðinni. Ef þið vitið um tæknistelpu sem er að stíga sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri þá látið það berast. Sjáum til þess að tæknistelpan skapi sér sterka og jákvæða ímynd og þori að fara inn í tæknigreinar og verði stolt af því. Því tækni er töff. Og nerðir rokka. Í mínum huga er það tákn um metnað, gáfur og framsækna hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingatæknin er að breyta heiminum og þeir sem neita að læra á tækin og tölvurnar verða einfaldlega ekki færir í samskiptamáta atvinnulífsins til framtíðar. Það er því ekki bara nauðsynlegt fyrir einstaklinga að halda sér á tánum, heldur þurfa fyrirtæki að fylgjast náið með straumum og stefnum í atvinnulífinu. Og það skiptir máli að fá konur til að innritast í tölvunar- og tæknifræðigreinar því jafnrétti innan tæknigreinanna tryggir að þekking og reynsla beggja kynja njóti sín, til hagsældar fyrir samfélagið í heild.Vantar fyrirmyndirnar Ólína Helga Sverrisdóttir er 15 ára forritari sem lýsti því í viðtali um síðastliðna helgi að það vantaði fyrirmyndirnar er kemur að tæknistelpum. Tökum þessum ábendingum alvarlega. Hún lýsir því þannig að þegar hún hafi verið níu ára að byrja að læra forritun þá hefði henni fundist það mjög nördalegt og hún hefði ekki viljað auglýsa það neitt sérstaklega. Síðar hafði hún kjark til að segja frá og þá fannst strákunum þetta töff en stelpurnar vildu ræða dans. „En það er bara vegna þess að stelpur vantar fyrirmyndirnar,“ sagði hún og lýsti því hvernig hún tók málið í sínar hendur og stofnaði bloggsíðuna techolina.com. Þar hefur hún tekið viðtöl við hverja kvenfyrirmyndina í tækniheiminum á fætur annarri. Meðal annars tók hún viðtal við Megan Smith, yfirmann tæknimála Hvíta hússins, áður yfirmann tæknimála hjá Google. Það hefði nú þótt saga til næsta bæjar ef framhaldsskólanemi hefði náð viðtali við Warren Buffet, konung fjárfestinganna í hugum margra. Í raun er stórkostlegt hjá Ólínu að ná viðtali við þessa virtu konu og þakkarvert framtak að kynna fyrirmyndir sem Megan.Tækninerðir framtíðarinnar Það er gaman að velta því fyrir sér hverjir verða tæknistjörnur framtíðarinnar. Mögulega verður það Ólína eða aðrir íslenskir nerðir. Því tæknin er án landamæra að lokum og heimurinn þarf á tækni og hugviti okkar að halda. Nú viljum við í FKA styðja við verkefni sem dregur fram stelpur og stráka, vonarstjörnur tæknifyrirtækja. Að þessu sinni í gegnum átaksverkefnið Fast50 sem við vinnum með Deloitte, Samtökum iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðinni. Ef þið vitið um tæknistelpu sem er að stíga sín fyrstu skref í fyrirtækjarekstri þá látið það berast. Sjáum til þess að tæknistelpan skapi sér sterka og jákvæða ímynd og þori að fara inn í tæknigreinar og verði stolt af því. Því tækni er töff. Og nerðir rokka. Í mínum huga er það tákn um metnað, gáfur og framsækna hugsun.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun