Bíður spenntur eftir fyrstu kóræfingunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. ágúst 2015 14:00 Önundur Páll Ragnarsson útskrifaðist nýlega úr námi á Spáni með meistaragráðu í þjóðhagfræðilegri stefnumótun og fjármálamörkuðum. Hann segir námið hafa verið góðan undirbúning fyrir nýja starfið. fréttablaðið/gva Önundur Páll Ragnarsson var á dögunum ráðinn á fjármálastöðugleikasvið Seðlabanka Íslands og hefur störf um miðjan ágúst. Hann mun ganga til liðs við teymi hjá bankanum sem vinnur að mótun þjóðhagsvarúðarstefnu. „Þetta snýst í aðalatriðum um það að innleiða og framfylgja mælikvörðum, eða vísum, sem segja til um það hvort kerfislæg áhætta sé að myndast í bankakerfinu og hvort kerfið geti staðið af sér högg eða skelli sem hagkerfið í heild kann að verða fyrir,“ segir Önundur í samtali við Markaðinn. Þessir þjóðhagsvísar eigi þá að vera til þess fallnir að hægt sé að sjá kerfislæga áhættuþætti myndast tímanlega, svo að hægt sé að grípa inn í ef þurfa þykir. Þannig geti þessir vísar auðveldað og rökstutt ákvarðanir um inngrip eða reglusetningu sem yfirmenn bankans telja nauðsynlega. Önundur útskrifaðist nýlega úr námi á Spáni með M.S.-gráðu í þjóðhagfræðilegri stefnumótun og fjármálamörkuðum. „Barcelona GSE er bara fyrir meistaranám í hagfræði og er samstarfsverkefni tveggja góðra háskóla og tveggja rannsóknarstofnana á sviði hagfræði,“ útskýrir Önundur. Hann sótti skólann rétt utan við Barcelona, en naut leiðsagnar kennara frá bæði Universitat Pompeu Fabra og Universitat Autonoma de Barcelona. Önundur segir að námið hafi verið góður undirbúningur fyrir það starf sem hann tekur nú að sér. „Af því að í þessu námi fékk ég góða innsýn í grundvallaratriðin í þjóðhagfræði og líkanasmíð og tímaraðagreiningu, sem er mikið notuð í þjóðhagfræði. Svo fékk maður innsýn í peningamálahagfræði og mín lokaritgerð var á því sviði,“ segir Önundur. Hann hafi líka fengið góða innsýn í regluverk fjármálamarkaða og nýjustu skrif hagfræðinga um þjóðhagsvarúðarstefnu. Önundur hafði áður starfað tímabundið hjá Seðlabanka Íslands áður en hann fór til Spánar í nám. Einnig hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og þar áður var hann blaðamaður hjá Morgunblaðinu. „Ég var blaðamaður 2007 til 2011, frá góðæri og fram í lungann af kreppunni. Og ég myndi bara segja að það hafi verið gríðarlega góður skóli. Maður hafi fullorðnast mikið og fræðst mikið,“ segir Önundur. Reynslan úr blaðamennskunni muni alveg klárlega nýtast í nýja starfinu og öllum þeim störfum sem hann muni taka sér fyrir hendur. Helstu áhugamál Önundar eru veiði, bóklestur, þjóðfélagsmál og ekki síst kórsöngur. „Ég er meðlimur í karlkórnum Esju,“ útskýrir Önundur. Esja er ungur kór en hróður hans eykst sífellt. „Mér skilst það. Ég var náttúrlega fjarverandi í vetur en mér skilst að hróður kórsins hafi aukist mjög. Og hann hafi verið uppbókaður stóran hluta vetrar. Ég hlakka mikið til að fara á fyrstu æfinguna í haust. Við æfum einu sinni á viku, á miðvikudögum eftir vinnu,“ segir Önundur. Kórinn hefur aðstöðu í safnaðarheimili Háteigskirkju en Önundur segir kórinn þó ekki vera kirkjukór. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Önundur Páll Ragnarsson var á dögunum ráðinn á fjármálastöðugleikasvið Seðlabanka Íslands og hefur störf um miðjan ágúst. Hann mun ganga til liðs við teymi hjá bankanum sem vinnur að mótun þjóðhagsvarúðarstefnu. „Þetta snýst í aðalatriðum um það að innleiða og framfylgja mælikvörðum, eða vísum, sem segja til um það hvort kerfislæg áhætta sé að myndast í bankakerfinu og hvort kerfið geti staðið af sér högg eða skelli sem hagkerfið í heild kann að verða fyrir,“ segir Önundur í samtali við Markaðinn. Þessir þjóðhagsvísar eigi þá að vera til þess fallnir að hægt sé að sjá kerfislæga áhættuþætti myndast tímanlega, svo að hægt sé að grípa inn í ef þurfa þykir. Þannig geti þessir vísar auðveldað og rökstutt ákvarðanir um inngrip eða reglusetningu sem yfirmenn bankans telja nauðsynlega. Önundur útskrifaðist nýlega úr námi á Spáni með M.S.-gráðu í þjóðhagfræðilegri stefnumótun og fjármálamörkuðum. „Barcelona GSE er bara fyrir meistaranám í hagfræði og er samstarfsverkefni tveggja góðra háskóla og tveggja rannsóknarstofnana á sviði hagfræði,“ útskýrir Önundur. Hann sótti skólann rétt utan við Barcelona, en naut leiðsagnar kennara frá bæði Universitat Pompeu Fabra og Universitat Autonoma de Barcelona. Önundur segir að námið hafi verið góður undirbúningur fyrir það starf sem hann tekur nú að sér. „Af því að í þessu námi fékk ég góða innsýn í grundvallaratriðin í þjóðhagfræði og líkanasmíð og tímaraðagreiningu, sem er mikið notuð í þjóðhagfræði. Svo fékk maður innsýn í peningamálahagfræði og mín lokaritgerð var á því sviði,“ segir Önundur. Hann hafi líka fengið góða innsýn í regluverk fjármálamarkaða og nýjustu skrif hagfræðinga um þjóðhagsvarúðarstefnu. Önundur hafði áður starfað tímabundið hjá Seðlabanka Íslands áður en hann fór til Spánar í nám. Einnig hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og þar áður var hann blaðamaður hjá Morgunblaðinu. „Ég var blaðamaður 2007 til 2011, frá góðæri og fram í lungann af kreppunni. Og ég myndi bara segja að það hafi verið gríðarlega góður skóli. Maður hafi fullorðnast mikið og fræðst mikið,“ segir Önundur. Reynslan úr blaðamennskunni muni alveg klárlega nýtast í nýja starfinu og öllum þeim störfum sem hann muni taka sér fyrir hendur. Helstu áhugamál Önundar eru veiði, bóklestur, þjóðfélagsmál og ekki síst kórsöngur. „Ég er meðlimur í karlkórnum Esju,“ útskýrir Önundur. Esja er ungur kór en hróður hans eykst sífellt. „Mér skilst það. Ég var náttúrlega fjarverandi í vetur en mér skilst að hróður kórsins hafi aukist mjög. Og hann hafi verið uppbókaður stóran hluta vetrar. Ég hlakka mikið til að fara á fyrstu æfinguna í haust. Við æfum einu sinni á viku, á miðvikudögum eftir vinnu,“ segir Önundur. Kórinn hefur aðstöðu í safnaðarheimili Háteigskirkju en Önundur segir kórinn þó ekki vera kirkjukór.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira