Viðskipti innlent

Opna veðmálasíðu fyrir íþróttaviðburði

Ingvar Haraldsson skrifar
Starfsmenn Fanaments ætla sér að ná langt í veðmálabransanum.
Starfsmenn Fanaments ætla sér að ná langt í veðmálabransanum. mynd/fanaments
Íslenska veðmálasíðan Fanaments var opnuð um mánaðamótin. Vefsíðan er bæði hönnuð af og í eigu íslenskra frumkvöðla en er skráð á Möltu þar sem fyrirtækið er með veðmálaleyfi.

Guðmundur Sveinsson, yfirmaður tæknimála hjá Fanaments, segir markmið fyrirtækisins að komast í fremstu röð í veðmálaheiminum.

Fyrirkomulagi Fanaments svipar til draumaliðsdeilda þar sem spilarar velja leikmenn sem gefa stig fyrir frammistöðu sína. Stigahæstu spilarar í hverri umferð vinna þá upphæðir sem safnast hafa með veðmálum annarra spilara. Hægt er að veðja á golf, fótbolta, körfubolta og blandaðar bardagaíþróttir hjá Fanaments.

Guðmundur segir slíka veðmálaleiki hafa notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Enn séu sóknarfæri í Evrópu sem fyrirtækið hyggist nýta. „Við stefnum á að verða jafn stórir í Evrópu og þessir aðilar eru í Bandaríkjunum,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×