Viðskipti innlent

Sprenging í fataverslun á netinu

Ingvar Haraldsson skrifar
Fatakaup á netinu hafa aukist.
Fatakaup á netinu hafa aukist. fréttablaðið/hari
Netverslun Íslendinga með föt og frá útlöndum hefur margfaldast síðustu ár ef marka má árbók Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Erlend fataverslun sem Íslandspóstur annaðist flutning á nam 76 milljónum króna árið 2009 en 630 milljónum króna á síðasta ári. Þá hefur verslun með húsbúnað aukist verulega. Slík verslun nam 41 milljón króna árið 2009 en 296 milljónum króna árið 2014.

Heildarvelta netverslunar frá útlöndum sem Íslandspóstur annaðist flutning á nam 1,47 milljörðum króna á síðasta ári en 1,04 milljörðum króna árið 2013. Aukningin nam því fjörutíu prósentum milli ára.

Stærstur hluti kaupanna var frá bandarískum netverslunum eða 27 prósent og 24 prósent frá Bretlandi.

Greining Rannsóknarsetursins náði einungis til þeirra vara sem Íslandspóstur flutti til landsins en ekki aðrir flutningsaðilar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×