Áfram hrynur gengi hlutabréfa í Kína Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. júlí 2015 10:00 Kínverskir fjárfestar fylgdust áhyggjufullir með þróun hlutabréfamarkaðarins á mánudaginn. NordicPhotos/afp Hrun á gengi hlutabréfa í Kína á mánudag var það mesta í átta ár, eða frá í febrúar 2007. Gengið hélt svo áfram að lækka í gær. Wall Street Journal segir að hundruð milljarða dollarar hafi hreinlega þurrkast út. Efasemdir séu um aðgerðir stjórnvalda í Kína til þess að virkja markaðinn. Sjanghaí-úrvalsvísitalan, þar sem stærstu fyrirtæki í Kína eru skráð, féll um 8,5 prósent á mánudaginn og var mesta fallið síðustu tvo klukkutímana sem viðskipti fóru fram. Vísitalan lækkaði svo aftur um 1,7 prósent daginn eftir. Shenzhen-vísitalan féll um sjö prósent og hefur fallið um 31 prósent frá því að hún náði hámarki um miðbik júnímánaðar. Vísitalan lækkaði svo um 2,2 prósent í gær. Mikil lækkun hefur verið á hlutabréfum í Kína í sumar. CNN segir að fyrstu merki um vandræði hafi birst í júní, eftir miklar hækkanir á tólf mánaða tímabili þar áður. CNN segir að hlutabréfaverðið hafi þá lækkað hratt en stjórnvöld gripu til ráðstafana til að skapa ró á mörkuðum. Talsmenn kínverskra stjórnvalda sögðu á mánudagskvöld að ríkissjóður myndi auka kaup á bréfum á hlutabréfamarkaðnum. Þannig myndi kínverska ríkið sinna þeim skyldum sem það hefði til þess að skapa stöðugleika á markaðnum. Wall Street Journal segir aftur á móti að lækkunin á mánudag bendi til þess að fjárfestar hafi ekki trú á markaðnum eða getu stjórnvalda til að stýra honum. Wall Street Journal segir að hlutabréfamarkaðir í Kína flökti mikið og ríkisafskipti af markaðnum hafi stundum endað með því að mikið framboð hafi skapast og markaðurinn verið í ládeyðu í langan tíma. Hæst settu embættismenn í Kína munu næstu dagana hittast í bænum Bedaihe þar sem þeir munu meðal annars ræða til hvaða ráða þeir geti gripið til þess að stuðla að jafnvægi á hlutabréfamarkaðnum og koma í veg fyrir að vandamálin á mörkuðum smitist yfir á önnur svið í hagkerfinu. Málið er stjórnvöldum mjög hugleikið því þau vilja að hlutabréfamarkaðir séu raunhæf leið fyrir fyrirtækin til þess að safna fjármagni. Þau geti þannig dregið úr þörf sinni fyrir lánsfé frá ríkisreknum bönkum. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Hrun á gengi hlutabréfa í Kína á mánudag var það mesta í átta ár, eða frá í febrúar 2007. Gengið hélt svo áfram að lækka í gær. Wall Street Journal segir að hundruð milljarða dollarar hafi hreinlega þurrkast út. Efasemdir séu um aðgerðir stjórnvalda í Kína til þess að virkja markaðinn. Sjanghaí-úrvalsvísitalan, þar sem stærstu fyrirtæki í Kína eru skráð, féll um 8,5 prósent á mánudaginn og var mesta fallið síðustu tvo klukkutímana sem viðskipti fóru fram. Vísitalan lækkaði svo aftur um 1,7 prósent daginn eftir. Shenzhen-vísitalan féll um sjö prósent og hefur fallið um 31 prósent frá því að hún náði hámarki um miðbik júnímánaðar. Vísitalan lækkaði svo um 2,2 prósent í gær. Mikil lækkun hefur verið á hlutabréfum í Kína í sumar. CNN segir að fyrstu merki um vandræði hafi birst í júní, eftir miklar hækkanir á tólf mánaða tímabili þar áður. CNN segir að hlutabréfaverðið hafi þá lækkað hratt en stjórnvöld gripu til ráðstafana til að skapa ró á mörkuðum. Talsmenn kínverskra stjórnvalda sögðu á mánudagskvöld að ríkissjóður myndi auka kaup á bréfum á hlutabréfamarkaðnum. Þannig myndi kínverska ríkið sinna þeim skyldum sem það hefði til þess að skapa stöðugleika á markaðnum. Wall Street Journal segir aftur á móti að lækkunin á mánudag bendi til þess að fjárfestar hafi ekki trú á markaðnum eða getu stjórnvalda til að stýra honum. Wall Street Journal segir að hlutabréfamarkaðir í Kína flökti mikið og ríkisafskipti af markaðnum hafi stundum endað með því að mikið framboð hafi skapast og markaðurinn verið í ládeyðu í langan tíma. Hæst settu embættismenn í Kína munu næstu dagana hittast í bænum Bedaihe þar sem þeir munu meðal annars ræða til hvaða ráða þeir geti gripið til þess að stuðla að jafnvægi á hlutabréfamarkaðnum og koma í veg fyrir að vandamálin á mörkuðum smitist yfir á önnur svið í hagkerfinu. Málið er stjórnvöldum mjög hugleikið því þau vilja að hlutabréfamarkaðir séu raunhæf leið fyrir fyrirtækin til þess að safna fjármagni. Þau geti þannig dregið úr þörf sinni fyrir lánsfé frá ríkisreknum bönkum.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira