Eiginmaðurinn er myndarlegri í eldhúsinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað hjá Ríkissaksóknara í tvö ár. fréttablaðið/ernir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún er aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem hún hefur starfað í tvö ár. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þorbjörg lauk laganámi frá Háskóla Íslands og LL.M.-gráðu frá Columbia-háskóla í New York árið 2011. Þorbjörg segir að reynslan úr starfi sínu í réttarkerfinu muni nýtast í nýja starfinu. „Í málflutningi er ákveðin þungamiðja starfsins að greina kjarna máls og rökstyðja niðurstöðuna að því loknu. Góður lögfræðingur þarf að að geta fært rök fyrir máli sínu munnlega og skriflega,“ segir Þorbjörg. „Það var jafnframt dýrmæt reynsla að upplifa kennsluna í Columbia. Markmiðið var að kenna laganemum að beita þekkingu og mikil áhersla var lögð á raunhæf verkefni fremur en hefðbundna fyrirlestra. Þá var mikil áhersla lögð á samspil lögfræði við aðrar fræðigreinar.“ Starf sviðsstjóra er starf við stjórnun og stefnumótun lagadeildarinnar og yfirumsjón með námskeiðum. Þorbjörg segir að námið í lagadeildinni á Bifröst sé mjög spennandi og að til standi að halda uppbyggingunni áfram. Deildin hafi undanfarið markað sér sérstöðu með nútímalegum kennsluháttum og sterkum alþjóðlegum tengslum og nú með því að boðið verður upp á laganám samhliða vinnu og laganám í fjarkennslu. Nemendum sé að fjölga mikið. Þorbjörg segir að fyrir sér sé lögfræði ekki einungis atvinna heldur líka mikið áhugamál. „Lögfræðin hefur opnað á skemmtileg störf og tengist öllum hliðum samfélagsins og fléttast inn í allt daglegt líf,“ segir hún. Utan vinnu finnst Þorbjörgu skemmtilegt að bjóða fólki heim í mat. Þorbjörg er gift Ágústi Ólafi Ágústssyni, lögfræðingi og hagfræðingi. „Undanfarið hefur hann verið myndarlegri en ég í eldhúsinu en ég hef verið hjálparhella og er dugleg að klára matinn minn,“ segir Þorbjörg. „Við höfum mjög gaman af því að fá vini heim í mat.“ Þorbjörg byrjar í nýja starfinu þann 1. ágúst. Næstu dagana verða Þorbjörg og fjölskylda hennar aftur á móti í sumarleyfi í París. Fjölskyldan skipti á húsum við franska fjölskyldu. „Við hlökkum til að endurnýja kynnin við sólina,“ segir Þorbjörg. Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún er aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem hún hefur starfað í tvö ár. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þorbjörg lauk laganámi frá Háskóla Íslands og LL.M.-gráðu frá Columbia-háskóla í New York árið 2011. Þorbjörg segir að reynslan úr starfi sínu í réttarkerfinu muni nýtast í nýja starfinu. „Í málflutningi er ákveðin þungamiðja starfsins að greina kjarna máls og rökstyðja niðurstöðuna að því loknu. Góður lögfræðingur þarf að að geta fært rök fyrir máli sínu munnlega og skriflega,“ segir Þorbjörg. „Það var jafnframt dýrmæt reynsla að upplifa kennsluna í Columbia. Markmiðið var að kenna laganemum að beita þekkingu og mikil áhersla var lögð á raunhæf verkefni fremur en hefðbundna fyrirlestra. Þá var mikil áhersla lögð á samspil lögfræði við aðrar fræðigreinar.“ Starf sviðsstjóra er starf við stjórnun og stefnumótun lagadeildarinnar og yfirumsjón með námskeiðum. Þorbjörg segir að námið í lagadeildinni á Bifröst sé mjög spennandi og að til standi að halda uppbyggingunni áfram. Deildin hafi undanfarið markað sér sérstöðu með nútímalegum kennsluháttum og sterkum alþjóðlegum tengslum og nú með því að boðið verður upp á laganám samhliða vinnu og laganám í fjarkennslu. Nemendum sé að fjölga mikið. Þorbjörg segir að fyrir sér sé lögfræði ekki einungis atvinna heldur líka mikið áhugamál. „Lögfræðin hefur opnað á skemmtileg störf og tengist öllum hliðum samfélagsins og fléttast inn í allt daglegt líf,“ segir hún. Utan vinnu finnst Þorbjörgu skemmtilegt að bjóða fólki heim í mat. Þorbjörg er gift Ágústi Ólafi Ágústssyni, lögfræðingi og hagfræðingi. „Undanfarið hefur hann verið myndarlegri en ég í eldhúsinu en ég hef verið hjálparhella og er dugleg að klára matinn minn,“ segir Þorbjörg. „Við höfum mjög gaman af því að fá vini heim í mat.“ Þorbjörg byrjar í nýja starfinu þann 1. ágúst. Næstu dagana verða Þorbjörg og fjölskylda hennar aftur á móti í sumarleyfi í París. Fjölskyldan skipti á húsum við franska fjölskyldu. „Við hlökkum til að endurnýja kynnin við sólina,“ segir Þorbjörg.
Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira