Helmingur íss selst á sumrin Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Ferðamenn streyma til landsins á sumrin og margir þeirra fá sér ís þegar heitt er í veðri. fréttablaðið/anton fréttablaðið/anton Nánast tvöfalt fleiri sólarstundir voru á tímabilinu 1. júní til og með 19. júlí í ár miðað við á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi voru þær 305 í ár en 163 á sama tímabili í fyrra. Ísframleiðendur segja að þessi niðurstaða hafi mikil áhrif á framleiðslu þeirra. „Það er töluvert mikið meiri sala núna. Það helgast af því að við erum með góða veðrið sunnan heiða,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss. Hún segir að í fyrra og hittiðfyrra hafi verið gott veður fyrir norðan og austan og salan þar eftir því. „En þar bara vantaði fólkið. Þegar við fáum ekki þessa góðu daga á höfuðborgarsvæðinu þá finnum við gríðarlega fyrir því,“ segir Guðrún. Það ári því miklu betur hjá íssölum núna. „Þó að það sé kalt. Það er sólríkt og það er þurrt og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Guðrún og bætir því við að salan sé um það bil 15-20 prósentum meiri í ár en í fyrra. Guðrún segir að Kjörís taki um helminginn af ársveltunni inn á sumarmánuðunum þremur. „Við bara lifum á sumrinu og þegar höktir í því og höktir á veðrinu þá kemur það niður á okkur og við náum því ekkert upp með öðru móti,“ segir Guðrún. Ragnar Birgisson hjá Emmess ís segir, eins og Guðrún, að þetta sumar sé miklu betra en í fyrra. „Síðustu fimm vikur hafa verið mjög góðar. En það er líka vegna þess að við höfum verið með nýjar vörur,“ segir Ragnar og bætir því við að markaðssetning þeirra hafi skipt máli. Hann segir áhrif veðurs á íssölu vera mjög mikil. „Hiti hefur rosalega mikið að segja. Ef þú færð gott hitastig þá virkar það betur en ef það kemur sól en bullandi rok,“ segir Ragnar, en bætir því við að góða veðrið hafi komið seint. „Eins og bændurnir segja, þá erum við þremur vikum á eftir áætlun. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nánast tvöfalt fleiri sólarstundir voru á tímabilinu 1. júní til og með 19. júlí í ár miðað við á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi voru þær 305 í ár en 163 á sama tímabili í fyrra. Ísframleiðendur segja að þessi niðurstaða hafi mikil áhrif á framleiðslu þeirra. „Það er töluvert mikið meiri sala núna. Það helgast af því að við erum með góða veðrið sunnan heiða,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss. Hún segir að í fyrra og hittiðfyrra hafi verið gott veður fyrir norðan og austan og salan þar eftir því. „En þar bara vantaði fólkið. Þegar við fáum ekki þessa góðu daga á höfuðborgarsvæðinu þá finnum við gríðarlega fyrir því,“ segir Guðrún. Það ári því miklu betur hjá íssölum núna. „Þó að það sé kalt. Það er sólríkt og það er þurrt og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Guðrún og bætir því við að salan sé um það bil 15-20 prósentum meiri í ár en í fyrra. Guðrún segir að Kjörís taki um helminginn af ársveltunni inn á sumarmánuðunum þremur. „Við bara lifum á sumrinu og þegar höktir í því og höktir á veðrinu þá kemur það niður á okkur og við náum því ekkert upp með öðru móti,“ segir Guðrún. Ragnar Birgisson hjá Emmess ís segir, eins og Guðrún, að þetta sumar sé miklu betra en í fyrra. „Síðustu fimm vikur hafa verið mjög góðar. En það er líka vegna þess að við höfum verið með nýjar vörur,“ segir Ragnar og bætir því við að markaðssetning þeirra hafi skipt máli. Hann segir áhrif veðurs á íssölu vera mjög mikil. „Hiti hefur rosalega mikið að segja. Ef þú færð gott hitastig þá virkar það betur en ef það kemur sól en bullandi rok,“ segir Ragnar, en bætir því við að góða veðrið hafi komið seint. „Eins og bændurnir segja, þá erum við þremur vikum á eftir áætlun.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira