LÍN breytingar til að skerða og miðstýra Ögmundur Jónasson skrifar 21. júlí 2015 07:00 Boðuð er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Aðferðafræðin veit á hvað koma skal. Hún er þessi: 1) Kalla skal hlutina réttum nöfnum einsog það er orðað. Lán skal heita lán og því aðeins teljast sjálfbært að það sé á sambærilegum kjörum og bjóðast á markaði. 2) Það sem þar stendur út af skal heita styrkur. Nánast svona er þetta orðað. Þar með er boðað fráhvarf frá því kerfi sem hér hefur verið við lýði; kerfi sem byggir á lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum. Er boðuð breyting líkleg til að verða til góðs? Ég leyfi mér að efast um það ef hugsunin er sú, sem mér sýnist vera, að skerða eigi kerfið almennt sem stuðningskerfi við námsmenn og auka áhrif ríkisins í ákvarðanatöku einstaklinganna hvað varðar námsval þeirra.Vilja ráða námsvali Þetta virðist mér vera boðskapur menntamálaráðherra og formanns LÍN um hugmyndafræðina að baki fyrirhugðum kerfisbreytingum. Menntamálaráðherra segir „styrkjakerfi“ fólgið í núverandi námslánakerfi en það vanti „stefnumótun á bak við það hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna“. Formaður LÍN talar og á þann veg í fréttum að styrkveitingum væri unnt að stýra í samræmi við menntastefnu stjórnvalda. Auðvitað á ríkið að hafa stefnu varðandi hvað boðið er upp á í skólakerfinu en einstaklingurinn á engu að síður að geta horft til allra átta – innan lands sem utan þegar hann ákveður hvernig og á hvaða sviði hann vill beina starfskröftum sínum. Þar með axlar hann líka ábyrgð. Á sínum tíma fengu starfsstéttir á Norðurlöndum atvinnuleysisbætur ef ekki var vinnu að fá í viðkomandi fagi. Þessu galt ég alltaf varhug við og vildi aldrei flytja þessa hugsun til Íslands af ótta við að þar með væri hætta á því að ríkið krefðist þess að hafa hönd í bagga um hvaða starfsnám væri stundað í samræmi við þá hugsun að ef ríkið ætti að taka ábyrgð á einstaklingunum við atvinnumissi þá hefði ríkið þar með öðlast rétt til að ákveða hvaða starfsnám þeir legðu fyrir sig.Frelsisskerðing Slíkt fæli í sér að mínu mati bæði frelsisskerðingu af verstu sort auk þess að vera óskynsamleg ráðstöfun, einfaldlega vegna þess að einstaklingarnir eru líklegri til að finna vaxtarmöguleika framtíðarinnar en ríkið fyrir þeirra hönd. Jafnframt vil ég gjalda varhug við aldurstengingu á rétti til námslána sem einnig er mjög til umræðu af hálfu ráðamanna. Aldurstenging er með öllu óskyld framvindu í námi sem ekki er að óeðlilegt að horfa til að einhverju leyti. En spyrja má hvort það skapi einhvern vanda ef einstaklingur fer á hálfum hraða í gegnum nám – og fengi þá hálfan stuðning? Ástæður gætu verið uppeldi barna, vinna með námi eða einhverjar persónulegar aðstæður eða óskir. Það er fullkominn misskilningur af hálfu stjórnvalda að líta svo á að best sé að allir ljúki námi strax! Ég tel hyggilegt að við höldum okkur við núverandi námslánakerfi, helst með enn stífari tekjutengingu afborgana. Verði farið út á boðaða braut þykir mér sýnt að draga muni úr stuðningi hins opinbera við nám og að aukast muni miðstýring á því sviði með tilheyrandi frelsisskerðingu.Ekki hækka þröskuldana! Þá er sú tvíþætta hætta fyrir hendi að fólk eigi ekki í önnur hús að venda en til bankanna einsog leitt er getum að í leiðara Fréttablaðsins sl. miðvikudag en við það mun námskostnaður hækka. Þar með hækka þröskuldar fyrir lágtekjufólk að afla menntunar. Allt nám, þarmeð framhaldsnám og starfsnám yfirleitt, er samfélaginu gríðarlega verðmætt en ekki síður er það gefandi fyrir einstaklingana. Námsárin eru skemmtilegt æviskeið. Nám á að vera öllum aðgengilegt á kjörum sem ekki eru sligandi út lífið. Nema vilji sé til að greiða laun út starfsævina í samræmi við afborganir af hávaxtalánum. Það er óhagkvæmt þegar dæmið er til enda reiknað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Boðuð er breyting á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Aðferðafræðin veit á hvað koma skal. Hún er þessi: 1) Kalla skal hlutina réttum nöfnum einsog það er orðað. Lán skal heita lán og því aðeins teljast sjálfbært að það sé á sambærilegum kjörum og bjóðast á markaði. 2) Það sem þar stendur út af skal heita styrkur. Nánast svona er þetta orðað. Þar með er boðað fráhvarf frá því kerfi sem hér hefur verið við lýði; kerfi sem byggir á lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum. Er boðuð breyting líkleg til að verða til góðs? Ég leyfi mér að efast um það ef hugsunin er sú, sem mér sýnist vera, að skerða eigi kerfið almennt sem stuðningskerfi við námsmenn og auka áhrif ríkisins í ákvarðanatöku einstaklinganna hvað varðar námsval þeirra.Vilja ráða námsvali Þetta virðist mér vera boðskapur menntamálaráðherra og formanns LÍN um hugmyndafræðina að baki fyrirhugðum kerfisbreytingum. Menntamálaráðherra segir „styrkjakerfi“ fólgið í núverandi námslánakerfi en það vanti „stefnumótun á bak við það hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna“. Formaður LÍN talar og á þann veg í fréttum að styrkveitingum væri unnt að stýra í samræmi við menntastefnu stjórnvalda. Auðvitað á ríkið að hafa stefnu varðandi hvað boðið er upp á í skólakerfinu en einstaklingurinn á engu að síður að geta horft til allra átta – innan lands sem utan þegar hann ákveður hvernig og á hvaða sviði hann vill beina starfskröftum sínum. Þar með axlar hann líka ábyrgð. Á sínum tíma fengu starfsstéttir á Norðurlöndum atvinnuleysisbætur ef ekki var vinnu að fá í viðkomandi fagi. Þessu galt ég alltaf varhug við og vildi aldrei flytja þessa hugsun til Íslands af ótta við að þar með væri hætta á því að ríkið krefðist þess að hafa hönd í bagga um hvaða starfsnám væri stundað í samræmi við þá hugsun að ef ríkið ætti að taka ábyrgð á einstaklingunum við atvinnumissi þá hefði ríkið þar með öðlast rétt til að ákveða hvaða starfsnám þeir legðu fyrir sig.Frelsisskerðing Slíkt fæli í sér að mínu mati bæði frelsisskerðingu af verstu sort auk þess að vera óskynsamleg ráðstöfun, einfaldlega vegna þess að einstaklingarnir eru líklegri til að finna vaxtarmöguleika framtíðarinnar en ríkið fyrir þeirra hönd. Jafnframt vil ég gjalda varhug við aldurstengingu á rétti til námslána sem einnig er mjög til umræðu af hálfu ráðamanna. Aldurstenging er með öllu óskyld framvindu í námi sem ekki er að óeðlilegt að horfa til að einhverju leyti. En spyrja má hvort það skapi einhvern vanda ef einstaklingur fer á hálfum hraða í gegnum nám – og fengi þá hálfan stuðning? Ástæður gætu verið uppeldi barna, vinna með námi eða einhverjar persónulegar aðstæður eða óskir. Það er fullkominn misskilningur af hálfu stjórnvalda að líta svo á að best sé að allir ljúki námi strax! Ég tel hyggilegt að við höldum okkur við núverandi námslánakerfi, helst með enn stífari tekjutengingu afborgana. Verði farið út á boðaða braut þykir mér sýnt að draga muni úr stuðningi hins opinbera við nám og að aukast muni miðstýring á því sviði með tilheyrandi frelsisskerðingu.Ekki hækka þröskuldana! Þá er sú tvíþætta hætta fyrir hendi að fólk eigi ekki í önnur hús að venda en til bankanna einsog leitt er getum að í leiðara Fréttablaðsins sl. miðvikudag en við það mun námskostnaður hækka. Þar með hækka þröskuldar fyrir lágtekjufólk að afla menntunar. Allt nám, þarmeð framhaldsnám og starfsnám yfirleitt, er samfélaginu gríðarlega verðmætt en ekki síður er það gefandi fyrir einstaklingana. Námsárin eru skemmtilegt æviskeið. Nám á að vera öllum aðgengilegt á kjörum sem ekki eru sligandi út lífið. Nema vilji sé til að greiða laun út starfsævina í samræmi við afborganir af hávaxtalánum. Það er óhagkvæmt þegar dæmið er til enda reiknað.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar