Garðurinn okkar Magnús Guðmundsson skrifar 20. júlí 2015 07:00 Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannaiðnaður á Íslandi hefur aldrei verið stærri og fyrirferðarmeiri. Gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna flæðir yfir landið þvert og endilangt í langferðabílum, á bílaleigubílum, aðfluttum húsbílum, á hjólum og gangandi og guð má vita hvað. Þar af er gríðarlegur fjöldi á ferðinni í skipulögðum ferðum íslenskra ferðaþjónustuaðila undir handleiðslu íslenska fararstjóra með íslenska bílstjóra við stýrið og allt er þetta með sönnu arðbær atvinnustarfsemi og vel það. Forsenda þessarar starfsemi er fyrst og fremst íslensk náttúra. Fegurð hennar og sérkenni, víðátta og mikilfengleiki. Eða með öðrum orðum landið sjálft í öllum sínum fjölbreytileika. Og flest eigum við það sameiginlegt sem erum fædd og uppalin á þessu fallega og sérstaka landi að við erum stolt af náttúrufegurðinni, víðáttunni og jafnvel ófyrirsjáanlegu veðrinu þó svo það eigi það til að reyna á stundum helst til mikið á langlundargeð okkar og lífsgleði. En það sem við eigum þó ekki öll sameiginlegt er að lifa og búa í hjarta landsins, því meirihluti þjóðarinnar býr í þéttbýliskjörnum en ekki í sveitum landsins. Sveitunum sem útlendingarnir vilja sjá og skoða. Sveitunum sem þeir borga þéttbýlisreknum fyrirtækjum fullt af peningum fyrir að ferðast um undir leiðsögn fagaðila. Fagaðilum sem ber því að veita mannsæmandi þjónustu og virða það land sem ferðast er um og að sjálfsögðu þá sem þar búa. Annað er ólíðandi. Á síðustu dögum hefur verið að koma sífellt betur í ljós að á þessu er verulegur misbrestur enda misjafn sauður í mörgu fé. Aðstöðuleysi er eitt og úr því má svo sannarlega bæta. En sé litið til þeirra dæma sem skotið hafa upp kollinum að undanförnu þá er ferðaþjónustunni einfaldlega ekki stætt á því að skýla sér á bak við slíkt. Í skipulögðum ferðum er skipuleggjendum vel kunnugt um aðstæður á hverjum stað fyrir sig og því er það á þeirra ábyrgð að tryggja viðskiptavinum viðunandi salernisaðstöðu og að sjálfsögðu að sýna löndum sínum og landi þá lágmarks kurteisi eða senda fólk ekki í að sinna kalli náttúrunnar á bak við næstu brekku eða stein, hvað þá inni í garð hjá fólki, fjárinn hafi það. Af þessu ástandi má vissulega ráða að ferðaþjónusta á Íslandi vex hraðar en yfirvöld vinna. Það er reyndar ekki staðfesting á einhverjum ógnarhraða því íslenskt yfirvald á stundum erfitt með að koma sér saman um úrlausn mála. En nú verður ekki búið við slíkar aðstæður lengur. Þetta verður að vera síðasta sumarið þar sem gengið er um Ísland eins og ruslahaug og svartir sauðir í ferðaþjónustu komast upp með að maka krókinn með skítlegum vinnubrögðum. Slíkt er einfaldlega ekki skattpeninganna virði. Landið, þjóðin og orðspor okkar um allan heim verður líka fyrr en síðar að veði. Ef ekki á illa að fara verðum við að koma böndum á skussa og umhverfissóða, bæta aðbúnað og ganga um hvers annars garð eins og okkar eigin. Ísland er garðurinn okkar allra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun