Nú skammast menn sín fyrir umsóknina að ESB Jón Bjarnason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun