Nú skammast menn sín fyrir umsóknina að ESB Jón Bjarnason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun