Viðskipti innlent

Michelsen komnir í Kringluna

jón hákon halldórsson skrifar
Michelsen úrsmiður
Michelsen úrsmiður
Eftir að hafa starfrækt verslun í miðbænum í rúm 70 ár ætla Michelsen úrsmiðir að opna verslun í Kringlunni á næstunni að vera á báðum stöðum. Unnið var að því að standsetja verslunina á föstudaginn.

Frank M. Michelsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar, segir Íslendinga hafa verið hrakta úr miðbænum undanfarið. „Við ætlum því að vera með alla öngla úti,“ segir Frank og býst við því að útlendingar muni sækja í verslunina á Laugavegi en Íslendingar muni sækja í Kringluna.

Frank segir hluta af ástæðunni líka vera þá að framundan sé uppbygging á Laugavegi og því sé fyrirséð að loka þurfi versluninni þar í 2-4 vikur í vetur.

Verslunin Michelsen úrsmiðir voru stofnaðir á Sauðárkróki 1909. Á árunum 1943-1946 voru reknar tvær verslanir, ein fyrir norðan og ein í Reykjavík, en þær sameinuðust svo í eina verslun í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×