Markaðir að opnast fyrir lýsi í Indlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2015 08:00 Um 1,2 milljarðar manna búa í Indlandi. Þar er mikil fátækt en um 400 milljónir manna eru í millistétt eða efri stéttum. Nordicphotos/getty Áhugi Vesturlanda á viðskiptum við Indland er tekinn að aukast, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju-Delí. Hann er á meðal framsögumanna á fundi Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og utanríkisráðuneytisins um tækifæri í viðskiptum Íslands og Indlands á morgun. Þórir bendir á að meiri hagvexti sé spáð í Indlandi en í Kína á næstunni. Gert sé ráð fyrir hagvexti undir sjö prósentum á árunum 2015 til 2016 í Kína en á næstu árum sé spáð 7,5 til 8 prósentum í Indlandi. Þórir bendir á að forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, hafi lagt gríðarlega mikla áherslu á að auka erlenda fjárfestingu í landinu. „Hann hefur farið vítt og breitt, til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, til Kína, Japans og til Evrópu til að skapa nýja ímynd af Indlandi,“ segir hann.Þórir Ibsen sendiherraÞórir segir að indversk stjórnvöld leggi nú mikla áherslu á að laða að fjárfestingu og vilji byggja upp iðnað í landinu. Nútímavæða borgir og gera þær hátæknivæddar. Endurbyggja orkukerfið hjá sér og auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þórir bendir á að mannfjöldinn í Indlandi sé 1,2 milljarðar. Þótt þar sé mikil fátækt sé líka mikil velmegun hjá hluta þeirra. Til millistétta og efri stétta teljist 400 milljónir manna „Fyrir okkur er athyglisvert að skoða nánar þá atvinnuvegi sem þeir eru að leggja áherslu á,“ segir Þórir. Hann ítrekar að lögð sé áhersla á endurnýjanlega orku. Hún verði aukin um 160 þúsund megavött fyrir árið 2022. „Þeir leggja mesta áherslu á sólarorku, vatnsorku og jarðvarma. Þar er biti fyrir okkur til að sækja fram,“ segir Þórir. Þá sé lögð áhersla á að nútímavæða borgir og styrkja innviði. Þar séu tækifæri fyrir arkitekta, verkfræðistofur og fleiri aðila í byggingaframkvæmdum. Þá sé stafræni markaðurinn að eflast, meðal annars leikjamarkaðurinn. Einnig sé mikil eftirspurn eftir gervilimum og hjálpartækjum. Þá sé fólki að fjölga sem kýs hreinar afurðir. Markaðir séu að opnast fyrir ómega-3 vörur og lýsi. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Áhugi Vesturlanda á viðskiptum við Indland er tekinn að aukast, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju-Delí. Hann er á meðal framsögumanna á fundi Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og utanríkisráðuneytisins um tækifæri í viðskiptum Íslands og Indlands á morgun. Þórir bendir á að meiri hagvexti sé spáð í Indlandi en í Kína á næstunni. Gert sé ráð fyrir hagvexti undir sjö prósentum á árunum 2015 til 2016 í Kína en á næstu árum sé spáð 7,5 til 8 prósentum í Indlandi. Þórir bendir á að forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, hafi lagt gríðarlega mikla áherslu á að auka erlenda fjárfestingu í landinu. „Hann hefur farið vítt og breitt, til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, til Kína, Japans og til Evrópu til að skapa nýja ímynd af Indlandi,“ segir hann.Þórir Ibsen sendiherraÞórir segir að indversk stjórnvöld leggi nú mikla áherslu á að laða að fjárfestingu og vilji byggja upp iðnað í landinu. Nútímavæða borgir og gera þær hátæknivæddar. Endurbyggja orkukerfið hjá sér og auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þórir bendir á að mannfjöldinn í Indlandi sé 1,2 milljarðar. Þótt þar sé mikil fátækt sé líka mikil velmegun hjá hluta þeirra. Til millistétta og efri stétta teljist 400 milljónir manna „Fyrir okkur er athyglisvert að skoða nánar þá atvinnuvegi sem þeir eru að leggja áherslu á,“ segir Þórir. Hann ítrekar að lögð sé áhersla á endurnýjanlega orku. Hún verði aukin um 160 þúsund megavött fyrir árið 2022. „Þeir leggja mesta áherslu á sólarorku, vatnsorku og jarðvarma. Þar er biti fyrir okkur til að sækja fram,“ segir Þórir. Þá sé lögð áhersla á að nútímavæða borgir og styrkja innviði. Þar séu tækifæri fyrir arkitekta, verkfræðistofur og fleiri aðila í byggingaframkvæmdum. Þá sé stafræni markaðurinn að eflast, meðal annars leikjamarkaðurinn. Einnig sé mikil eftirspurn eftir gervilimum og hjálpartækjum. Þá sé fólki að fjölga sem kýs hreinar afurðir. Markaðir séu að opnast fyrir ómega-3 vörur og lýsi.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent