Fleiri hjólhýsi seld en allt árið í fyrra Ingvar Haraldsson skrifar 11. júlí 2015 07:00 Sævar segir mun meiri þægindi fylgja hjólhýsum miðað við fellihýsi. fréttablaðið/gva Sprenging hefur orðið í sölu nýrra hjólhýsa á þessu ári. Búið er að selja fleiri ný hjólhýsi en allt árið 2014. Söluaðilar eru hins vegar hættir að flytja inn fellihýsi sem fyrir nokkrum árum voru vinsælli en bæði hjólhýsi og tjaldvagnar. Alls hafa 172 ný hjólhýsi selst í ár miðað við 151 í fyrra. Þá hafa einungis tvö ný fellihýsi selst á árinu miðað við 15 í fyrra og 58 árið þar áður. Sala tjaldvagna er hins vegar svipuð og á sama tíma í fyrra.Hjólhýsi eru orðin mun vinsælli en fellihýsi.fréttablaðiðSævar Davíðsson, verslunarstjóri hjá Útilegumanninum, segir aukna sölu hjólhýsa vera merki um að efnahagsástandið sé að breytast. „Það virðist vera að fólk hafi eitthvað meira á milli handanna,“ segir hann. Útilegumaðurinn flutti inn 50 fellihýsi á þessu ári og þau eru við það að klárast. „Það eru bara örfá eftir,“ segir Sævar. Verslunarstjórinn segir hjólhýsi mun þægilegri ferðamáta en fellihýsi. „Fólk vill bara hafa það betra og hafa meiri ferðagæði,“ segir Sævar. Þá hafi Bandaríkjadalur styrkst svo mikið að ef farið væri að flytja inn fellihýsi á ný myndu þau kosta hátt í þrjár milljónir króna, sem fari nærri verði nýs hjólhýsis. Hægt sé að fá ný hjólhýsi frá þremur milljónum króna og allt að átta milljónum króna. Sævar segist sjá merki þess að þeim fari fjölgandi sem taka lán fyrir kaupum á hjólhýsum. „Það er auðveldara að fá lán og menn eru viljugri til að taka lán aftur,“ segir hann. ARnar Barðal, framkvæmdastjóri Víkurverks, segir hjólhýsin hafa tekið við af fellihýsum sem vinsælustu ferðavagnarnir.Lánin séu þó ekkert í líkingum við það sem var á árunum fyrir hrun. „Skuldsetningin er minni. Við erum ekkert að sjá svona 90 prósenta lán eins og var hérna 2007,“ segir Sævar. Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverka, tekur undir að hjólhýsi séu langvinsælustu ferðavagnarnir. „Nú eru hjólhýsin númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann og bætir við: „Fólk er mikið að skipta úr fellihýsum yfir í hjólhýsi. Þetta hentar okkur svo milljón sinnum betur við íslenskar aðstæður. Hjólhýsum fylgir miklu meiri lúxus og þægindi,“ segir Arnar. Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Sprenging hefur orðið í sölu nýrra hjólhýsa á þessu ári. Búið er að selja fleiri ný hjólhýsi en allt árið 2014. Söluaðilar eru hins vegar hættir að flytja inn fellihýsi sem fyrir nokkrum árum voru vinsælli en bæði hjólhýsi og tjaldvagnar. Alls hafa 172 ný hjólhýsi selst í ár miðað við 151 í fyrra. Þá hafa einungis tvö ný fellihýsi selst á árinu miðað við 15 í fyrra og 58 árið þar áður. Sala tjaldvagna er hins vegar svipuð og á sama tíma í fyrra.Hjólhýsi eru orðin mun vinsælli en fellihýsi.fréttablaðiðSævar Davíðsson, verslunarstjóri hjá Útilegumanninum, segir aukna sölu hjólhýsa vera merki um að efnahagsástandið sé að breytast. „Það virðist vera að fólk hafi eitthvað meira á milli handanna,“ segir hann. Útilegumaðurinn flutti inn 50 fellihýsi á þessu ári og þau eru við það að klárast. „Það eru bara örfá eftir,“ segir Sævar. Verslunarstjórinn segir hjólhýsi mun þægilegri ferðamáta en fellihýsi. „Fólk vill bara hafa það betra og hafa meiri ferðagæði,“ segir Sævar. Þá hafi Bandaríkjadalur styrkst svo mikið að ef farið væri að flytja inn fellihýsi á ný myndu þau kosta hátt í þrjár milljónir króna, sem fari nærri verði nýs hjólhýsis. Hægt sé að fá ný hjólhýsi frá þremur milljónum króna og allt að átta milljónum króna. Sævar segist sjá merki þess að þeim fari fjölgandi sem taka lán fyrir kaupum á hjólhýsum. „Það er auðveldara að fá lán og menn eru viljugri til að taka lán aftur,“ segir hann. ARnar Barðal, framkvæmdastjóri Víkurverks, segir hjólhýsin hafa tekið við af fellihýsum sem vinsælustu ferðavagnarnir.Lánin séu þó ekkert í líkingum við það sem var á árunum fyrir hrun. „Skuldsetningin er minni. Við erum ekkert að sjá svona 90 prósenta lán eins og var hérna 2007,“ segir Sævar. Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverka, tekur undir að hjólhýsi séu langvinsælustu ferðavagnarnir. „Nú eru hjólhýsin númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann og bætir við: „Fólk er mikið að skipta úr fellihýsum yfir í hjólhýsi. Þetta hentar okkur svo milljón sinnum betur við íslenskar aðstæður. Hjólhýsum fylgir miklu meiri lúxus og þægindi,“ segir Arnar.
Mest lesið Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira