Viðskipti innlent

TSC krefur Símann um bætur

Ingvar Haraldsson skrifar
Síminn TSC vill að Síminn greiði fyrirtækinu bætur.
Síminn TSC vill að Síminn greiði fyrirtækinu bætur. fréttablaðið/vilhelm
Fjarskiptafyrirtækið TSC ehf. hefur höfðað skaðabótamál gegn Símanum hf. vegna brota á samkeppnislögum.

Forsaga málsins er að árið 2009 sektaði Samkeppniseftirlitið Símann um 150 milljónir króna fyrir að beita ólögmætum viðskiptahindrunum eftir að TSC, sem einkum starfar á Snæfellsnesi, kvartaði til stofnunarinnar.

Samkeppniseftirlitið taldi sannað að Síminn hefði hindrað TSC í að taka þátt í samkeppni á Snæfellsnesi. Brotin fólust m.a. í að Síminn hindraði aðgang TSC að flutningskerfi Símans vegna dreifingar á sjónvarpsefni Skjás eins.

Síminn áfrýjaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektina í 50 milljónir króna vegna bágrar fjárhagsstöðu Símans. Málið endaði fyrir Hæstarétti Íslands sem staðfesti brot Símans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×