Viðskipti innlent

Reisir þrjú þúsund fermetra verksmiðju

Ingvar Haraldsson skrifar
Þórður tekur út nýju lóðina.
Þórður tekur út nýju lóðina. fréttablaðið/gva
Papco stefnir að því að reisa milli þrjú og fjögur þúsund fermetra verksmiðju við Bæjarflöt 19 í Grafarvogi.

Borgarráð Reykjavíkur hefur veitt fyrirtækinu vilyrði fyrir lóðinni með fyrirvara um samþykki deiliskipulags.

Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco, segir fyrirtækið hafa stækkað hratt að undanförnu. Með nýju og stærra húsnæði verði hægt að auka framleiðslugetu fyrirtækisins og þar með auka þjónustu við viðskiptavini.

Papco, sem framleiðir klósettpappír, eldhúsrúllur og servíettur, hefur fram til þessa leigt 2.200 fermetra húsnæði við Stórhöfða. „Núverandi húsnæði er orðið allt of lítið,“ segir hann.

Þórður vonast til að kostnaður við flutningana verði á milli 500 og 600 milljónir króna. Hann segir að áhersla verði lögð á að byggja hagkvæmt til að halda kostnaði niðri. Gangi allt að óskum er stefnt að því að fyrirtækið verði flutt í nýtt húsnæði innan tveggja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×