Fari varlega í að greiða niður ríkisskuldabréf jón hákon halldórsson skrifar 1. júlí 2015 09:15 Í Kauphöllinni. Páll tekur fram að hugmyndir hans séu mjög í ætt við frumvarpið sjálft. fréttablaðið/vilhelm „Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég held að það sé eðlilegt að farið verði mjög varlega í því að greiða niður ríkisskuldabréf,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, um ráðstöfun þeirra peninga sem fást með stöðugleikaskatti eða stöðugleikaframlagi við slit gömlu bankanna. Fram kemur í frumvarpi um stöðugleikaskatt að peningum verði varið til niðurgreiðslu skulda. Páll bendir á að það skipti máli hvernig þetta verði gert. Það skipti máli að peningarnir verði bundnir á innlánsreikningum Seðlabankans og þeir síðan nýttir til að standa skil á greiðslum af skuldbindingum ríkisins, öðruvísi en með niðurgreiðslum á ríkisskuldabréfum. Til að mynda mætti nýta féð til að standa skil á lífeyrisskuldbindingum. Páll segir að hvort sem peningarnir yrðu geymdir inni á reikningi hjá Seðlabankanum eða notaðir til að greiða niður ríkisskuldabréf, þá yrðu áhrifin á vaxtabyrði ríkissjóðs svipuð. Páll segir að með þessu yrði staðinn vörður um innlenda ríkisskuldabréfamarkaðinn. Það sé mikilvægt í þrennu tilliti. „Í fyrsta lagi eru þetta yfirleitt talin traustustu verðbréf á skuldabréfamarkaði, mikilvægir fjárfestingakostir fyrir lífeyrissjóði og verðbréfasjóði og þar með fyrir almenning,“ segir Páll. Í öðru lagi myndi vextir á ríkisskuldabréfum grunn allra annarra vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta sé grunnurinn á vaxtarófinu sem allir aðrir útgefendur skuldabréfa, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög miði við í sínum útgáfum. Þannig að ef snarlega er dregið úr virkni þessa markaðar þá hefði það mögulega áhrif á skilvirkni verðlagningar á skuldabréfamarkaði. „Í þriðja lagi er ég þeirrar meiningar að þetta styðji einfaldlega við góð kjör ríkisins á markaði. Einfaldlega vegna þess að ef markaðurinn fyrir ríkisskuldabréf er virkur er litið á þau sem meira aðlaðandi fjárfestingakost en ella og ríkið fengi þar af leiðandi hagstæðari vaxtakjör,“ segir Páll. Í fjórða lagi sé ríkið fyrsta gáttin inn á markaðinn fyrir erlenda stofnanafjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. „Ég held að það hnígi því mörg rök að því að fara varlega í það að greiða niður ríkisskuldabréf á markaði og menn ættu að huga vel að öðrum leiðum,“ segir hann. Páll tekur þó skýrt fram að grunnurinn að frumvarpinu um stöðugleikaskatt sé mjög skýr. Þær tillögur sem hann hafi fram að færa séu mjög í anda frumvarpsins. „Í frumvarpinu er lögð áhersla á að varðveita efnahagslegan stöðugleika en þar er ekki fjallað um útfærslur í þessu tilliti,“ segir Páll.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira