Viðskipti innlent

Tekjurnar námu 500 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörður Felix Harðarson og Gestur Jónsson eru á meðal eigenda Markarinnar lögmannsstofu.
Hörður Felix Harðarson og Gestur Jónsson eru á meðal eigenda Markarinnar lögmannsstofu. fréttablaðið/gva
Tekjur Markarinnar lögmannsstofu námu 500 milljónum króna á síðasta ári. Það er 59 milljónum krónum minna en á árinu 2013. Hagnaður eftir skatta nam 168 milljónum króna á síðasta ári en 229 milljónum króna árið 2013.

Eigendur Markarinnar lögmannsstofu eru sex. Tveir þeirra, Gestur Jónsson og Hörður Felix Harðarson, hafa meðal annars unnið fyrir Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson vegna sakamála sem hafa verið höfðuð gegn þeim og tengjast rekstri Kaupþings. Mörkin lögmannsstofa greiddi 229 milljónir króna í arð á síðasta ári en 239 milljónir króna árið á undan.

Sextán starfsmenn störfuðu að meðaltali hjá félaginu á síðasta ári og voru 224 milljónir króna greiddar í laun og launatengd gjöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×