Jónsmessa Þórhallur Heimisson skrifar 19. júní 2015 07:00 24. júní, eða Jónsmessa, er ein ljúfasta hátíð kirkjuársins. Kirkjan skiptir árinu niður í daga og stundir – kirkjuárið svokallaða – sem hver og ein minna okkur á Jesú Krist. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag í aðventu, en aðventan boðar einmitt komu Jesú. Jónsmessan lætur reyndar lítið yfir sér formlega. Henni fylgir ekkert tilstand í kirkjunni eins og mörgum öðrum hátíðum. Jól, páskar og hvítasunna eru þessar stóru hátíðir kirkjuársins og þær eiga sér líka sín föstu og formlegu hátíðarhöld. Og það á auðvitað við um fleiri hátíðir árið um kring. En Jónsmessan er allt öðruvísi hátíð. Hún er kannski fyrst og fremst hátíð sumars og kyrrðar. Nú er sólargangur hvað lengstur og við njótum sumarsins í sálu og sinni. Þannig er það í raun náttúran sem heldur upp á Jónsmessuna fyrir okkur og með okkur og sér um hátíðarhöldin, sumarsólin, fuglarnir og gróandinn. Jónsmessan tengist að sjálfsögðu sumarsólstöðum – lengsta sólargangi ársins 21. júní. Við fögnum um sumarsólstöður sólinni og sumrinu og birtunni eins og norrænir menn hafa gert frá alda öðli, löngu fyrir daga kristninnar og þökkum Guði fyrir sköpunina og lífið sem hann hefur gefið okkur. Það er stundum sagt að Jónsmessan sé heiðin hátíð, en það er hún auðvitað ekki, heldur er hún sameiginleg hátíð allra á norðurhveli jarðar sem gleðjast eftir langan vetur. Óháð trú eða trúleysi.Miðsumarhátíð Hið kristna nafn þessarar miðsumarhátíðar er dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar. Nöfnin Jón, Jóhann og Hans eru öll leidd af nafni Jóhannesar. Þess vegna heitir þessi hátíð st. Hans hjá frændum okkar í Danmörku. Svíar draga aftur á móti heiti hennar af hinni fornu ljósahátíð norrænna manna og kalla hana Miðsumar. Þessi miðsumarhátíð kirkjunnar bæði í Danmörku, Svíþjóð, hér á Íslandi og víðar er helguð Jóhannesi skírara, honum sem kom í heiminn á undan Jesú, til að spá fyrir um fæðingu Jesú – benda á að Jesús, ljós heimsins, væri að koma í heiminn. Jónsmessan er ætíð haldin 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag jóla, 24. desember. Þannig horfum við kristnir menn á allt árið í samhengi og út frá Jesú Kristi. Sumarsólin skín skærast á Jónsmessu, en hún er aðeins dauft endurskin hins sanna ljóss sem kom í heiminn á jólum, Jesú Krists. Og eins og Jóhannes skírari kom í heiminn til að boða fæðingu Jesú, þannig bendir Jónsmessan og sólarbirta hennar fram til fæðingarhátíðar frelsarans. Jóhannes skírari á sér reyndar annan messudag sem er ekki eins bjartur og glaður- það er Höfuðdagurinn sem haldinn er 29. ágúst. Þá minnumst við þess þegar Heródes Antípas lét hálshöggva Jóhannes skírara fyrir boðun sína. Höfuðdagurinn minnir okkur kristna menn á að trúin og það að segja sannleikann kostar oft fórnir, og að margir kristnir menn hafa í gegnum tíðina þurft að fórna miklu fyrir trú sína. Að vera kristinn er þannig að vera staðfastur, einnig þegar maður er kallaður til að bera krossinn með Jesú í lífi sínu. Þannig fylgjum við kristnir menn í helgidögum kirkjunnar ævi og lífi Jesú og lærisveina hans. Um leið þá fáum við að taka á móti ljósi hans hverja stund dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins. Allt árið endurspeglar nærveru hans og er helgað af honum. Því allir dagar minna okkur á hann, rétt eins og lífið sjálft, ljósið og sumarbirtan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
24. júní, eða Jónsmessa, er ein ljúfasta hátíð kirkjuársins. Kirkjan skiptir árinu niður í daga og stundir – kirkjuárið svokallaða – sem hver og ein minna okkur á Jesú Krist. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag í aðventu, en aðventan boðar einmitt komu Jesú. Jónsmessan lætur reyndar lítið yfir sér formlega. Henni fylgir ekkert tilstand í kirkjunni eins og mörgum öðrum hátíðum. Jól, páskar og hvítasunna eru þessar stóru hátíðir kirkjuársins og þær eiga sér líka sín föstu og formlegu hátíðarhöld. Og það á auðvitað við um fleiri hátíðir árið um kring. En Jónsmessan er allt öðruvísi hátíð. Hún er kannski fyrst og fremst hátíð sumars og kyrrðar. Nú er sólargangur hvað lengstur og við njótum sumarsins í sálu og sinni. Þannig er það í raun náttúran sem heldur upp á Jónsmessuna fyrir okkur og með okkur og sér um hátíðarhöldin, sumarsólin, fuglarnir og gróandinn. Jónsmessan tengist að sjálfsögðu sumarsólstöðum – lengsta sólargangi ársins 21. júní. Við fögnum um sumarsólstöður sólinni og sumrinu og birtunni eins og norrænir menn hafa gert frá alda öðli, löngu fyrir daga kristninnar og þökkum Guði fyrir sköpunina og lífið sem hann hefur gefið okkur. Það er stundum sagt að Jónsmessan sé heiðin hátíð, en það er hún auðvitað ekki, heldur er hún sameiginleg hátíð allra á norðurhveli jarðar sem gleðjast eftir langan vetur. Óháð trú eða trúleysi.Miðsumarhátíð Hið kristna nafn þessarar miðsumarhátíðar er dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar. Nöfnin Jón, Jóhann og Hans eru öll leidd af nafni Jóhannesar. Þess vegna heitir þessi hátíð st. Hans hjá frændum okkar í Danmörku. Svíar draga aftur á móti heiti hennar af hinni fornu ljósahátíð norrænna manna og kalla hana Miðsumar. Þessi miðsumarhátíð kirkjunnar bæði í Danmörku, Svíþjóð, hér á Íslandi og víðar er helguð Jóhannesi skírara, honum sem kom í heiminn á undan Jesú, til að spá fyrir um fæðingu Jesú – benda á að Jesús, ljós heimsins, væri að koma í heiminn. Jónsmessan er ætíð haldin 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag jóla, 24. desember. Þannig horfum við kristnir menn á allt árið í samhengi og út frá Jesú Kristi. Sumarsólin skín skærast á Jónsmessu, en hún er aðeins dauft endurskin hins sanna ljóss sem kom í heiminn á jólum, Jesú Krists. Og eins og Jóhannes skírari kom í heiminn til að boða fæðingu Jesú, þannig bendir Jónsmessan og sólarbirta hennar fram til fæðingarhátíðar frelsarans. Jóhannes skírari á sér reyndar annan messudag sem er ekki eins bjartur og glaður- það er Höfuðdagurinn sem haldinn er 29. ágúst. Þá minnumst við þess þegar Heródes Antípas lét hálshöggva Jóhannes skírara fyrir boðun sína. Höfuðdagurinn minnir okkur kristna menn á að trúin og það að segja sannleikann kostar oft fórnir, og að margir kristnir menn hafa í gegnum tíðina þurft að fórna miklu fyrir trú sína. Að vera kristinn er þannig að vera staðfastur, einnig þegar maður er kallaður til að bera krossinn með Jesú í lífi sínu. Þannig fylgjum við kristnir menn í helgidögum kirkjunnar ævi og lífi Jesú og lærisveina hans. Um leið þá fáum við að taka á móti ljósi hans hverja stund dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins. Allt árið endurspeglar nærveru hans og er helgað af honum. Því allir dagar minna okkur á hann, rétt eins og lífið sjálft, ljósið og sumarbirtan.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar