Laun standa í stað en þeir ríku verða ríkari ingvar haraldsson skrifar 17. júní 2015 12:00 Ravi batra Hagfræðingurinn hefur lengi varað við hættum af of miklum ójöfnuði. vísir/gva Ravi Batra, prófessor í hagfræði við Southern Methodist University í Dallas, segir seðlabanka og stjórnvöld á Vesturlöndum hafa viðhaldið offramleiðslu síðustu áratugi með hallarekstri og lágum stýrivöxtum. Batra hefur allt frá því á 9. áratug 20. aldar varað við að of mikill ójöfnuður komi niður á sjálfbærni hagkerfis og geti valdið kreppum. Batra benti á, í fyrirlestri í Háskóla Íslands á mánudag, að laun almennings í Bandaríkjunum hefðu ekki hækkað að neinu ráði frá árinu 1981 þrátt fyrir að framleiðni hefði margfaldast. Í Evrópu hafi laun fylgt framleiðni en með töfum. Þar sem laun stæðu í stað væri eftirspurn lítil. „Niðurstaðan er offramleiðsla um allan heim og þar af leiðandi kreppur og atvinnuleysi,“ segir Batra.Fundargestir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri voru meðal fundargesta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti að halda inngangserindi en forfallaðist þar sem hann var staddur í London vegna haftamála.vísir/gvaVandanum slegið á frest Batra sagði að vandanum hefði verið slegið á frest með mikilli skuldsetningu ríkisins og almennings. Í forsetatíð Baracks Obama hafi átt sér stað einhver mesta skuldasöfnun í sögunni samhliða mikilli hækkun hlutabréfa. Afleiðingin væri methagnaður fyrirtækja í miðri efnahagskreppu. Því hafi hagnaður fyrirtækja aukist verulega en afleiðingin hafi verið að þeir eitt prósent ríkustu urðu ríkari en tekjur almennings stóðu í stað. Ástæðan fyrir þessu vandamáli er að völd stórfyrirtækja eru of mikil og mörg þeirra í einokunaraðstöðu að sögn Batra. „Einokunarfyrirtæki borga lág laun og búast við mikilli framleiðni frá starfsmönnum,“ sagði hann.Óvirk samkeppnislöggjöf Hagfræðingurinn segir að samkeppnislöggjöf í Bandaríkjunum hafi verið nær óvirk í landinu frá því á 9. áratugnum. „Árið 1911 var Standard Oil skipt upp, á grundvelli samkeppnislaga, í 16 fyrirtæki. Eitt þeirra var Exxon, annað þeirra Mobil. Í dag eru þau ExxonMobil,“ sagði Batra. Lausnin að hans sögn er virkari samkeppnislöggjöf og meira efnahagslegt lýðræði innan fyrirtækja þar sem starfsmenn hafi eitthvað um rekstur fyrirtækisins að segja. Batra sagði að sá tími kæmi að skuldasöfnunin myndi hætta og kreppa blasa við. Bólur á hlutabréfamarkaði myndu springa, eftirspurn dragast saman og atvinnuleysi aukast. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Ravi Batra, prófessor í hagfræði við Southern Methodist University í Dallas, segir seðlabanka og stjórnvöld á Vesturlöndum hafa viðhaldið offramleiðslu síðustu áratugi með hallarekstri og lágum stýrivöxtum. Batra hefur allt frá því á 9. áratug 20. aldar varað við að of mikill ójöfnuður komi niður á sjálfbærni hagkerfis og geti valdið kreppum. Batra benti á, í fyrirlestri í Háskóla Íslands á mánudag, að laun almennings í Bandaríkjunum hefðu ekki hækkað að neinu ráði frá árinu 1981 þrátt fyrir að framleiðni hefði margfaldast. Í Evrópu hafi laun fylgt framleiðni en með töfum. Þar sem laun stæðu í stað væri eftirspurn lítil. „Niðurstaðan er offramleiðsla um allan heim og þar af leiðandi kreppur og atvinnuleysi,“ segir Batra.Fundargestir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri voru meðal fundargesta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti að halda inngangserindi en forfallaðist þar sem hann var staddur í London vegna haftamála.vísir/gvaVandanum slegið á frest Batra sagði að vandanum hefði verið slegið á frest með mikilli skuldsetningu ríkisins og almennings. Í forsetatíð Baracks Obama hafi átt sér stað einhver mesta skuldasöfnun í sögunni samhliða mikilli hækkun hlutabréfa. Afleiðingin væri methagnaður fyrirtækja í miðri efnahagskreppu. Því hafi hagnaður fyrirtækja aukist verulega en afleiðingin hafi verið að þeir eitt prósent ríkustu urðu ríkari en tekjur almennings stóðu í stað. Ástæðan fyrir þessu vandamáli er að völd stórfyrirtækja eru of mikil og mörg þeirra í einokunaraðstöðu að sögn Batra. „Einokunarfyrirtæki borga lág laun og búast við mikilli framleiðni frá starfsmönnum,“ sagði hann.Óvirk samkeppnislöggjöf Hagfræðingurinn segir að samkeppnislöggjöf í Bandaríkjunum hafi verið nær óvirk í landinu frá því á 9. áratugnum. „Árið 1911 var Standard Oil skipt upp, á grundvelli samkeppnislaga, í 16 fyrirtæki. Eitt þeirra var Exxon, annað þeirra Mobil. Í dag eru þau ExxonMobil,“ sagði Batra. Lausnin að hans sögn er virkari samkeppnislöggjöf og meira efnahagslegt lýðræði innan fyrirtækja þar sem starfsmenn hafi eitthvað um rekstur fyrirtækisins að segja. Batra sagði að sá tími kæmi að skuldasöfnunin myndi hætta og kreppa blasa við. Bólur á hlutabréfamarkaði myndu springa, eftirspurn dragast saman og atvinnuleysi aukast.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira