Tímamót í íslensku tónlistarlífi? Jakob Frímann Magnússon og Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni tónlistarskóla hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Sveitarfélög sjá lögum samkvæmt um rekstur tónlistarskóla á grunn-, mið- og framhaldsstigi. Togstreitu hefur þó gætt í fjölda ára milli sveitarfélaga og ríkisins um kostnað vegna nemenda sem stunda nám á framhaldsstigi. Togstreitan hefur komið harkalega niður á þeim skólum sem öðru fremur hafa sinnt lengra komnum nemendum. Nú er svo komið að fjárhagsstaða téðra skóla er orðin svo bágborin að í sumum þeirra ríkir óvissa um hver mánaðamót hvort unnt sé að greiða kennurum laun. Þessi grafalvarlega staða bitnar að sjálfsögðu á öllu starfi skólanna og á nemendum í formi síhækkandi skólagjalda, takmörkunar á námsmöguleikum, skorts á nauðsynlegu viðhaldi o.fl. Tilraun var gerð til að leysa þessa deilu með tímabundnu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga árið 2011 um eflingu tónlistarnáms. Samkomulagið hefur því miður ekki reynst til þess fallið að leysa vandann.Nýr valkostur Menntamálaráðuneyti skoðar nú möguleika á því að stofna nýjan tónlistarskóla sem hugsaður væri fyrir nemendur á framhaldsstigi sem hefðu áhuga á að leggja tónlist fyrir sig. Skólinn yrði rekinn af ríkinu og rökin fyrir honum eru allrar athygli verð að mati undirritaðra. Skólinn myndi bjóða upp á hágæðanám í sígildri og nýgildri tónlist með áhugaverðri skörun tónlistargreina og fjölbreyttum möguleikum á skapandi samstarfsverkefnum. Boðið yrði upp á sterkari tengingu við menntaskólanám en nú er fyrir hendi og skólagjöldum yrði stillt í hóf. Aukin þjöppun lengra kominna nemenda myndi leiða til jákvæðra hvata til náms og skólinn gæfi kost á samstarfi við skóla á landsbyggðinni í formi hljóðfærakennslu og fjarnámskennslu. Umfram allt myndi slík stofnun geta hraðað mjög framförum nemenda á því aldursskeiði sem af mörgum er talið mikilvægast á þroskaferli tónlistarmannsins. Þessi tíðindi gefa undirrituðum tilefni til að ætla að nú standi loks til að blása til sóknar í málefnum tónlistarskólanna. Við fögnum því frumkvæði menntamálaráðherra að koma til móts við lengra komna tónlistarnemendur og leysa deilumál sem staðið hafa allt of lengi. Margt þarf auðvitað að koma til, og ber þar sérstaklega að nefna samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að áfram verði boðið upp á framhaldsstigsnám í öðrum tónlistarskólum. Áhugavert verður að fylgjast með þeirri stefnumótunarvinnu sem framundan er, en slíkur skóli gæti markað merk tímamót í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar