Hlutlausir áhorfendur eigin verka Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. júní 2015 07:00 Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun