Ákærður fyrir að reyna að koma skipi undan Ingvar Haraldsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Flutningaskipið er nú í hafnarborginni Boga í Austur-Kongó samkvæmt vefnum Marinetraffic.com. mynd/Gunnar S. Steingrímsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ara Axel Jónssyni fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Ara er gefið að sök að hafa valdið kröfuhöfum í þrotabú Dreggjar ehf., sem Ari bæði stýrði og átti, talsverðu fjárhagslegu tjóni. Dregg ehf. seldi færeyska félaginu Sp/f Dregg flutningaskipið Axel árið 2009 en bæði félögin voru í eigu ákærða. Eftir að Dregg ehf. var lýst gjaldþrota í maí 2012 fór skiptastjóri fram á að viðskiptunum yrði rift þar sem hann taldi að aldrei hefði verið greitt fyrir skipið. Í lok júní 2012, þremur dögum eftir að Dregg var kyrrsett í Akureyrarhöfn, lét hinn ákærði sigla skipinu til Noregs. Skipið var kyrrsett í Noregi í september að kröfu þrotabús Dreggjar. Samhliða siglingunni til Noregs var eignarhald þess flutt milli þriggja færeyskra félaga sem voru að öllu leyti eða hluta í eigu Ara samkvæmt ákærunni. Í september náðist samkomulag um að greiða ætti þrotabúinu 250 milljónir króna fyrir skipið. Í mars 2013 var Sp/f Saga Shipping lýst gjaldþrota og flutningaskipið selt á nauðungarsölu. 83 milljónir runnu til þrotabús Dreggjar. Ara er einnig gefið að sök að hafa selt vörulager Dreggjar á 12 milljónir króna ári áður en félagið fór í þrot þegar bókfært kostnaðarverð hafi numið 57 milljónum króna. Ari hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra 9. júní en búist er við að aðalmeðferð fari fram næsta haust. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ara Axel Jónssyni fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Ara er gefið að sök að hafa valdið kröfuhöfum í þrotabú Dreggjar ehf., sem Ari bæði stýrði og átti, talsverðu fjárhagslegu tjóni. Dregg ehf. seldi færeyska félaginu Sp/f Dregg flutningaskipið Axel árið 2009 en bæði félögin voru í eigu ákærða. Eftir að Dregg ehf. var lýst gjaldþrota í maí 2012 fór skiptastjóri fram á að viðskiptunum yrði rift þar sem hann taldi að aldrei hefði verið greitt fyrir skipið. Í lok júní 2012, þremur dögum eftir að Dregg var kyrrsett í Akureyrarhöfn, lét hinn ákærði sigla skipinu til Noregs. Skipið var kyrrsett í Noregi í september að kröfu þrotabús Dreggjar. Samhliða siglingunni til Noregs var eignarhald þess flutt milli þriggja færeyskra félaga sem voru að öllu leyti eða hluta í eigu Ara samkvæmt ákærunni. Í september náðist samkomulag um að greiða ætti þrotabúinu 250 milljónir króna fyrir skipið. Í mars 2013 var Sp/f Saga Shipping lýst gjaldþrota og flutningaskipið selt á nauðungarsölu. 83 milljónir runnu til þrotabús Dreggjar. Ara er einnig gefið að sök að hafa selt vörulager Dreggjar á 12 milljónir króna ári áður en félagið fór í þrot þegar bókfært kostnaðarverð hafi numið 57 milljónum króna. Ari hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra 9. júní en búist er við að aðalmeðferð fari fram næsta haust.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira