Viðskipti innlent

Advania kaupir nýtt fyrirtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikael Noaksson, forstjóri Advania í Svíþjóð, og Tobias Öien, forstjóri Knowledge Factory.
Mikael Noaksson, forstjóri Advania í Svíþjóð, og Tobias Öien, forstjóri Knowledge Factory.
Advania hefur keypt Knowledge Factory sem veitir ráðgjöf um högun upplýsingatækniumhverfa.

Knowledge Factory þjónustar ríflega 500 viðskiptavini um heim allan. Fyrirtækið veitir ráðgjöf á sviði upplýsingatækni með megináherslu á högun upplýsingatækniumhverfa og tilfærslu úr hefðbundnu rekstrarumhverfi í skýjaumhverfi.

Sérhæfing fyrirtækisins liggur einkum á sviði Microsoft-lausna. Alls starfa 35 manns hjá fyrirtækinu sem er með þrjár starfsstöðvar á Norðurlöndunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×