Viðskipti innlent

Lýsi hf. kaupir Akraborg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrirtækið hefur keypt nýtt fyrirtæki með 50 starfsmenn.
Fyrirtækið hefur keypt nýtt fyrirtæki með 50 starfsmenn. fréttablaðið/gva
Lýsi hf. hefur skrifað undir samning um kaup á meirihluta hlutafjár í Akraborg ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 1989 og hefur í rúm 20 ár framleitt niðursoðna þorsklifur. 

Stærstu eigendur voru Triton ehf., auk Bornholms A/S, félags í eigu Christian Sieverts og fjölskyldu, sem hefur rekið félagið um árabil. Eftir kaupin mun Bornholms A/S áfram eiga stóran hlut í fyrirtækinu. Hjá Akraborg ehf. starfa 50 manns og verður starfsemi félagsins rekin í óbreyttri mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×