Viðskipti innlent

Verkföll mun tíðari hjá opinberum starfsmönnum

ingvar haraldsson skrifar
Félagsmenn BHM mótmæla bágum kjörum við Lækjartorg. Hluti félagsmanna þeirra hefur verið í verkfalli frá 7. apríl.
Félagsmenn BHM mótmæla bágum kjörum við Lækjartorg. Hluti félagsmanna þeirra hefur verið í verkfalli frá 7. apríl. vísir/pjetur
Um 40,8 prósent tapaðra vinnudaga vegna verkfalla á árunum 1977 til 2009 komu til vegna verkfalla opinberra starfsmanna þrátt fyrir að einungis tæplega fimmtungur þeirra sem eru á vinnumarkaði starfi hjá hinu opinbera.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir ástæðuna fyrir svo tíðum verkföllum opinberra starfsmanna m.a. vera að kjarasamningagerð sé miðstýrðari en á almenna vinnumarkaðnum.

Gylfi segir að það væri til bóta ef sveigjanleiki yrði aukinn við launaákvarðanir þar sem stofnanasamningar myndu virka sem skyldi.

Þá hafi sumar stéttir opinberra starfsmanna einnig dregist aftur úr í launum. Gylfi nefnir þar sem dæmi lækna, sem fóru í verkfall í byrjun árs, og hjúkrunarfræðinga, sem nú eru í verkfalli.

Þá hafi opinberir starfsmenn oft mætt afgangi við kjarasamningagerð og sjaldan hafi verið gripið til sérstakra aðgerða til að liðka fyrir kjarasamningum þeirra eins og þekkist á almennum vinnumarkaði.

Opinberir starfsmenn hafi oft meiri verkfallsvilja, hópurinn sé einsleitari og þeir hafi sterkari samningsstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×