Útlendingum fjölgar í hópi veiðimanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júní 2015 10:00 Fyrstu laxarnir voru veiddir í Norðurá síðastliðinn föstudag. Veiðin fór vel af stað. fréttablaðið/gva Laxveiðin í ár fór vel af stað á föstudaginn, á fyrsta degi, í Norðurá, Blöndu og Straumunum í Hvítá. Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að veiðin hafi verið mjög upp og niður síðustu tvö árin. Veiðin gekk mjög vel en sumarið í fyrra var eitt það versta í manna minnum. „Menn eru nú að spá því að það verði nokkuð dapurt með tveggja ára fiskinn, stóra fiskinn, en erum með óskhyggju um að það verði mikið í staðinn af smáfiskinum,“ segir hann. Orri er leigutaki í nokkrum ám sjálfur og hefur selt leyfi í Hofsá og Selá í Vopnafirði, Laxá í Aðaldal og Fljótá í Skagafirði. Orri segir að undanfarin ár hafi eftirspurnin eftir veiðileyfum verið að breytast. „Það hefur aðeins dregist saman eftirspurnin eftir laxveiðileyfum hjá Íslendingum, en aukist að sama skapi hjá útlendingum. Það eru fleiri sem vilja koma til Íslands til þess að veiða lax,“ segir hann og bætir við að þau lönd þar sem nokkuð góðir stofnar af laxi eru séu einkum Rússland og Ísland. Orri segir að veiðimenn komi víða að. Langmest frá Bretlandseyjum, en einnig frá Bandaríkjunum, Skandinavíu og Frakklandi. „Eitthvað af Þjóðverjum og Spánverjum og fólki frá Sviss. Ég er með kúnna frá Japan, Ástralíu og Suður-Ameríku,“ segir Orri. Hann segir að kúnnar hans komi hingað til lands gagngert til þess að veiða lax. Veiðifélagið Hreggnasi selur veiðileyfi í Korpu, Svalbarðsá, Brynjudalsá, Laxá í Kjós og víðar. Jón Þór Júlíusson, hjá Hreggnasa, segir útlendinga vera stærstan hluta viðskiptavina veiðifélagsins og giskar á að skiptingin geti verið 80 prósent á móti 20 prósent. „Það er að bætast í, en kannski fylgir þetta bara aukinni komu útlendinga til Íslands. Það eru útlendingar að koma að veiða hérna 1. apríl og þeir eru að hætta 20. október í sjóbirtingsánum þegar þær loka,“ segir Jón Þór. Hann segir að á bestu tímum í ánum, um miðjan júlí og fram í ágúst, komi reglulegu kúnnar gagngert til að veiða. „Þeir eru búnir að taka vini og kunningja með, þeir eru búnir að taka konuna með og kannski oft og þeir eru búnir að taka krakkana með og fara Gullna hringinn. Þessir menn eru kannski að koma 15.-20. árið í röð. Þeir koma bara, fara í veiðitúrinn sinn og fara svo aftur.“ Jón Þór segir að núna sé verið að vinna að því í samvinnu við ferðaþjónustuaðila að bjóða fleirum í veiði og bæta veiðiferðum í ferðaþjónustupakkana. „Menn tala alltaf um veiðileyfi sem svo dýran kost en það er ekkert dýrara að kaupa sér veiðileyfi en að panta sér jeppaferð upp á jökul. Og það er stundum rúmlega helmingi ódýrara að gista í veiðihúsi, fá morgunmat, hádegismat, fimm stjörnu þriggja rétta kvöldmat með nautalund og humar fyrir rétt tæplega 25-30 þúsund kall. Þú færð ekki hótelherbergi í Reykjavík fyrir minna en 40 þúsund með svona þokkalegum standard. Og þá áttu eftir að kaupa þér morgunverð, hádegisverð og kvöldmat,“ segir Jón Þór. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Laxveiðin í ár fór vel af stað á föstudaginn, á fyrsta degi, í Norðurá, Blöndu og Straumunum í Hvítá. Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að veiðin hafi verið mjög upp og niður síðustu tvö árin. Veiðin gekk mjög vel en sumarið í fyrra var eitt það versta í manna minnum. „Menn eru nú að spá því að það verði nokkuð dapurt með tveggja ára fiskinn, stóra fiskinn, en erum með óskhyggju um að það verði mikið í staðinn af smáfiskinum,“ segir hann. Orri er leigutaki í nokkrum ám sjálfur og hefur selt leyfi í Hofsá og Selá í Vopnafirði, Laxá í Aðaldal og Fljótá í Skagafirði. Orri segir að undanfarin ár hafi eftirspurnin eftir veiðileyfum verið að breytast. „Það hefur aðeins dregist saman eftirspurnin eftir laxveiðileyfum hjá Íslendingum, en aukist að sama skapi hjá útlendingum. Það eru fleiri sem vilja koma til Íslands til þess að veiða lax,“ segir hann og bætir við að þau lönd þar sem nokkuð góðir stofnar af laxi eru séu einkum Rússland og Ísland. Orri segir að veiðimenn komi víða að. Langmest frá Bretlandseyjum, en einnig frá Bandaríkjunum, Skandinavíu og Frakklandi. „Eitthvað af Þjóðverjum og Spánverjum og fólki frá Sviss. Ég er með kúnna frá Japan, Ástralíu og Suður-Ameríku,“ segir Orri. Hann segir að kúnnar hans komi hingað til lands gagngert til þess að veiða lax. Veiðifélagið Hreggnasi selur veiðileyfi í Korpu, Svalbarðsá, Brynjudalsá, Laxá í Kjós og víðar. Jón Þór Júlíusson, hjá Hreggnasa, segir útlendinga vera stærstan hluta viðskiptavina veiðifélagsins og giskar á að skiptingin geti verið 80 prósent á móti 20 prósent. „Það er að bætast í, en kannski fylgir þetta bara aukinni komu útlendinga til Íslands. Það eru útlendingar að koma að veiða hérna 1. apríl og þeir eru að hætta 20. október í sjóbirtingsánum þegar þær loka,“ segir Jón Þór. Hann segir að á bestu tímum í ánum, um miðjan júlí og fram í ágúst, komi reglulegu kúnnar gagngert til að veiða. „Þeir eru búnir að taka vini og kunningja með, þeir eru búnir að taka konuna með og kannski oft og þeir eru búnir að taka krakkana með og fara Gullna hringinn. Þessir menn eru kannski að koma 15.-20. árið í röð. Þeir koma bara, fara í veiðitúrinn sinn og fara svo aftur.“ Jón Þór segir að núna sé verið að vinna að því í samvinnu við ferðaþjónustuaðila að bjóða fleirum í veiði og bæta veiðiferðum í ferðaþjónustupakkana. „Menn tala alltaf um veiðileyfi sem svo dýran kost en það er ekkert dýrara að kaupa sér veiðileyfi en að panta sér jeppaferð upp á jökul. Og það er stundum rúmlega helmingi ódýrara að gista í veiðihúsi, fá morgunmat, hádegismat, fimm stjörnu þriggja rétta kvöldmat með nautalund og humar fyrir rétt tæplega 25-30 þúsund kall. Þú færð ekki hótelherbergi í Reykjavík fyrir minna en 40 þúsund með svona þokkalegum standard. Og þá áttu eftir að kaupa þér morgunverð, hádegisverð og kvöldmat,“ segir Jón Þór.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent